Færsluflokkur: Bloggar
19.7.2011 | 22:02
Askan sýnir enn betur sigkatlana.
Núna þegar Grímsvatnaaskan er á Mýrdalsjökli sjást enn betur allir sigkatlar sem myndast í Kötluöskjunni. Eftir hlaupið í Jökulsá á Sólheimasandi 1999 var mikil virkni í Kötluöskjunni. Hún var í einhver ár eftir 1999, þá mynduðust margir katlar í Kötluöskjunni. Þeir voru ekki eins sýnilegir og nú er þegar öskulagið sýnir allar breytingar sem verða á yfirborði jökulsins. Sigkatlar sem nú eru stórir og með miklu vatni í voru vel sýnilegir um 1999.
En síðsumar og hausthreyfingarnar á Kötlusvæðinu eru öflugar þessi árin. Síðustu ár hefur verið sáralítil eða engin hreyfing í Kötluöskjunni. Væntanlega er enn þynnri jökull eins og nú er að orsaka enn meiri hreyfingar og virkni í jöklinum.
Um og uppúr árinu 2000 var heilmikill viðbúnaður vegna virkni í Kötlu. Almannavarnir voru með mikinn viðbúnað vegna hreyfinganna.
![]() |
Sigkatlasvæðið stækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2011 | 09:37
Láta útflutningstekjurnar skila sér til bændanna.
Það er sérstök leið sem bændur ætla að fara með þessari hækkun. Greinilega á að fara í vasa neytenda á Íslandi til að ná til bænda sömu upphæð og afurðastöðvar eru að fá út úr útflutningi lambakjöts.
En er ekki meginmálið það að bændur eru með lélega samninga við afurðastöðvarnar? Samninga sem virðast vera svo bundnir að hækkun á því sem er flutt úr landi skilar sér ekki til bændanna?
Bændur þurfa að fá afurðastöðvarnar til samninga um leiðréttingu á verðinu fyrir útflutninginn. Frekar að gera það en fara í tóma vasa íslenskra neytenda.
![]() |
Lyktar af pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2011 | 17:22
Útboð á almennilegri brú.
Það væri ekki óeðlilegt að yfir Múlakvísl verði gerð samskonar brú og var gerð yfir Gígju og Hvítá hjá Bræðratungu. Líklega væri hægt að hafa hana styttri en Gígjubrúin er en þó ekki víst. En mikilvægt er að hún verði höfð álíka há og Brúin yfir Gígju. Mannvirki sem stendur af sér öll normal jökulhlaup.
Vissulega geta Kötluhlaup orðið gríðarstór. Jakaflug og mikill framburður. Þetta sést vel á Höfðabrekkujökli. Mikil sandalda sem myndaðist í kringum ísjaka úr Kötluhlaupinu sem heimildir sýna greinilega að hafi orðið til í Kötlugosinu 1721.
Nú hafa jökulhlaup árin 1955 og 2011 rutt brúm sem voru ekki stórar af Múlakvísl. Því er nauðsynlegt að gera almennilega brú yfir Múlakvísl.
![]() |
Jökulvatni veitt frá þjóðvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2011 | 12:42
Útflutningsstyrkur neytenda.
![]() |
Sauðfjárbændur hækka verðskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.7.2011 | 16:22
Ferðaþjónustan er ekki að missa spón úr askinum.
Ég kaupi það ekki að ferðaþjónustan tapi stóru á þessum örfáu dögum sem engin brú er á Múlakvísl. Það hefur allt verið gert til að hjálpa fólki til að komast sína leið. Fjallabaksleið hefur verið bætt fyrir jeppa og jepplinga. Fólk hefur verið flutt yfir Múlakvísl, sem hefur gengið vel með einni undantekningu. Bílar fólks eru fluttir yfir jökulfljótið reglulega. Svo að allir hafa komist leiðar sinnar austur og vestur yfir Múlakvísl.
Tafir vegna þess að brúna tók af hafa verið hverfandi litlar. Eitt er það sem fólk kemur til Íslands er upplýst um. Á Íslandi verða náttúruhamfarir. Eldgos, jarðskálftar og jökulhlaup með reglulegu millibili. Ferðafólk veit af þessu og sumir ferðamenn koma gagngert til Íslands til að verða vitni af þessu.
Brúin yfir Múlakvísl flaut í burtu.
![]() |
Tap ferðaþjónustunnar verulegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2011 | 10:06
Vonandi ganga flutningarir betur í dag en í gær.
Vonandi fer betur fyrir fólki sem ferjað er yfir Múlakvísl en í gær. Rútan festist og giftusamlega var öllum bjargað úr henni.
![]() |
Biðröð við Múlakvísl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2011 | 23:51
Illa þýtt.
![]() |
Vatnsdrykkja getur heilað sjúkdóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2011 | 21:49
Vandasöm ferð.
![]() |
Trukkurinn fastur í Múlakvísl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2011 | 21:23
Fúsk er ekki til fyrirmyndar.
Fyrir okkur sem erum með meistarabréf er þetta ekki til að sætta sig við. Það er lögð það mikil áhersla á að fara rétt að lögum og reglum í okkar námi. Að erfitt er að horfa þegjandi á þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 371210
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar