Færsluflokkur: Bloggar

Gígja var ekki lengi ófær 1996.

Árið 1996 þegar stórhlaup kom úr Grímsvötnum sem að mestu leyti fór í Sandgígjukvísl og eyðilagði brúna yfir hana varð að gera bráðabirgðabrú yfir hana til að tryggja samgöngurnar. Jökulhlaupið sem kom í Gígju var gríðarstórt. Flóðinu fylgdu stórir ísjakar. Því varð að ryðja þeim í burtu og gera slóð yfir farveginn að væntanlegri brú.

Þrátt fyrir mikið hlaup og flóknar úrlausnir varð Gígja ekki lengi ófær: 

DV LAUGARDAGUR 30. NOVEMBER 1996
´Hamfarahlaupið á Skeiðarársandi 5. nóvember:
Gígja brúuð á ný og vegurinn
tengdur á mettíma
- Skeiðarársandur opnaður umferð aðeins 22 dögum eftir að hlaupið hófst

 


Upp með ermarnar!

Ekki er verjandi fyrir Innanríkisráðuneytið að hafa veginn yfir Múlakvísl lokaðann allann júlímánuð. Ráðuneytið verður ásamt ríkisstjórninni að bretta upp ermarnar og skella bráðabirgðabrú á jökulána.

Það er með öllu ótækt að hafa hringveginn óbrúaðann núna þegar  fólk er mest á ferðinni. Bæði Íslendingar og ferðafólk. Svo er mikilvægt að tryggja öryggi íbúa sem búa austan Múlakvíslar.


mbl.is Ætla að selflytja fólk yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blíðviðri á Þingvöllum.

Það var gott veður á Þingvöllum í gær. Skoðið myndirnar!

Fljótgert að brúa.

Það tók ekki langan tíma að gera nýja brú yfir Sandgígjukvísl eftir miklu stærra hlaup. Það ætti þá ekki að vera mikill vandi að gera nýja bráðabirgðabrúrú yfir Múlakvísl. Aðalmálið við Gígju var að ryðja ísklumpunum frá.
mbl.is Þrjár leiðir til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katla kemur ekki í bili.

Hlaupið er að mörgu leyti ekki ólíkt því sem var í Múlakvísl, Skálm og ám sem renna frá Mýrdalsjökli 1955. Einnig er það sviðað og hlaupið 1999 í Jökulsá á Sólheimasandi.

Jökulhlaup með sigkötlum í Mýrdalsjökli en ekkert sýnilegt eldgos. Undir Mýrdalsjökli er þó allmikil virkni. Enda stórt háhitasvæði undir honum.

Það er þó löngu kominn tími á Kötlugos. Flestir eru þó ánægðir með það að Katla komi ekki. Nóg er búið að vera af eldgosum undir, við og í jöklum landsins undanfarið.


mbl.is Engin merki um gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mýrdalsjökull rumskar.

Katla er enn ekki komin. Það hlaup sem núna hefur komið í Múlakvísl er álíka stórt og það sem kom í Jökulsá á Sólheimasandi um 1999. Þá kom hlaup í Jökulsá. Tók ekki af brúnna en fyllti alveg upp í farveginn.

Þá myndaðist sigketill ofan við upptök Jökulsár á Sólheimasandi. Eftir það var mikil virkni undir Mýrdalsjökli. Sigkatlar mynduðust víða undir jöklinum. Lítill vöxtur var í ánum en ekki hlaup nema úr Jökulsá. 

Frá gosinu 1918 hafa komið hlaup í ár frá Mýrdalsjökli en ekkert sýnilegt eldgos. Hlaup sem varð 1955 tók af brú sem var á gamla veginum yfir Mýrdalssand. Eftir það var vegurinn fluttur niður fyrir Höfðabrekku og byggð brú við hlið þeirrar sem hlaupið tók í nótt.


mbl.is Hringvegurinn í sundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjalladrottning.

Hér er mynd af Heklu: http://www.flickr.com/photos/njordur/3669802482/in/photostream

Andyrið

Er Hekla ekki andyri helvítis. Því héldu útlenskir fram í Íslandsklukkunni. Von Hekkenfelden dró heldur ekki úr því.
mbl.is Fjalladrottningin minnir á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hekla að vakna?

Í síðasta Heklugosi var ég eftir að hafa hlustað á væntanlegt Heklugos á hraðri keyrslu eftir Flóanum og upp Skeiðaveginn þegar að tilkynning kom um að Heklugos væri hafið. Ég sá ekki Heklugosið í það skiptið en eldingarnar sem ég sá í Gnúpverjahreppnum rétt neðan við Árnes voru ekki neitt smá sjónarspil. Það eina sem ég sá voru kvikustrókar fá Keldum.
Ef Heklugos verður núna er það mun betra en síðast þegar fjöldi fólks komst ekki heim.

Hellisheiðin og Þrengslin urðu kolófær um kvöldið. Fólk var í vandræðum og sneri til baka til Þorlákshafnar. Í Þorlákshöfn var góður hópur sjálfboðaliða Rauða kross Íslands sem tók á móti fólkinu og sinnti því á meðan það var í fjöldahjálparstöðinni.

Eldgos var í Heklu þann 17. ágúst 1980. Þennan dag átti Finnbogi frændi minn afmæli. Því er dagurinn minnisstæður. Stórmót sunnlenskra hestamanna var á Hellu þennan dag. Gosið hófst á miðjum degi. Á miðju mótinu. Svo að bændur og áhorfendur horfðu meira til Heklu en á skeiðvöllinn.

Eins og Heklugos frá 1970 var þetta lítið gos. Aðalega túristagos.


Alveg til fyrirmyndar.

Fyrirmyndar afstaða Íslands kemur vel fram í því að utanríkisráðherra Íslands lýsi yfir ítrekuðum stuðningi við Palestínu. Evrópuþjóðin Ísland er sterk á alþjóðasviðinu. Þjóð sem verður hlustað grannt á er hún verður ein af Evrópubandalagsþjóðunum.
mbl.is Lýsti stuðningi við Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 371210

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband