Útboð á almennilegri brú.

Það væri ekki óeðlilegt að yfir Múlakvísl verði gerð samskonar brú og var gerð yfir Gígju og Hvítá hjá Bræðratungu. Líklega væri hægt að hafa hana styttri en Gígjubrúin er en þó ekki víst. En mikilvægt er að hún verði höfð álíka há og Brúin yfir Gígju. Mannvirki sem stendur af sér öll normal jökulhlaup.
Vissulega geta Kötluhlaup orðið gríðarstór. Jakaflug og mikill framburður. Þetta sést vel á Höfðabrekkujökli. Mikil sandalda sem myndaðist í kringum ísjaka úr Kötluhlaupinu sem heimildir sýna greinilega að hafi orðið til í Kötlugosinu 1721.

Nú hafa jökulhlaup árin 1955 og 2011 rutt brúm sem voru ekki stórar af Múlakvísl. Því er nauðsynlegt að gera almennilega brú yfir Múlakvísl.


mbl.is Jökulvatni veitt frá þjóðvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Held að brúin þurfi að vera ansi almennileg ef hún á að standast alvöru Kötluhlaup sem verður eftir gos því eins og þú segir fylgir þeim hlaupum gríðarlegur jakaburður. Vandinn í þessu er að vita ekki hvenær Katla gýs.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.7.2011 kl. 17:52

2 Smámynd: Njörður Helgason

En alvöruhlaup koma úr Vatnajökli. Nú falla öll vötn til Gígju. Þar fór brúin 1996. En yfir Gígju var gerð stór brú.

Njörður Helgason, 17.7.2011 kl. 19:31

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Njörður. Náttúrulögmálið þarna er að breyða úr ánni eins og náttúran hefur lagt upp,ekki eins og Vegagerðin hefur lagt upp. Þetta ætlar víst seint eða aldrei að síga inn hjá Vegagerðinni heldur eru settir upp varnargarðar sem hleypa flóðinu og klakanum beint á brúnna!! Það á að þynna hana út svo klakinn strandi úti á sandinn, en ekki sé veitt á eina brú. 5-6 svona símastaurabrýr gætu leyst mest allan vandann.

Eyjólfur Jónsson, 17.7.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 370352

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband