Útflutningsstyrkur neytenda.

Því á að láta okkur neytendur greiða útflutningsstyrk til sauðfjárbænda. Hvað hefur ekki hækkað hjá okkur neytendum? Olían. Matvaran. Lánin okkar. Auk margra annarrar hækkunar sem við höfum tekið á okkur. Þegar útflutningurinn fer að skila bændum tekjum hækka þeir vörur sínar til okkar sem kaupum ketið. Við förum að segja keyptum.
mbl.is Sauðfjárbændur hækka verðskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bændahöllin sér um sína.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 13:56

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hér eiga bændur að fá meira frá sinni mafíu, þ.e.a.s. bændurnir eiga flestar afurðastöðvanna , sláturhúsanna og jafnvel kjötvinnslurnar líka.

Þetta er því ekkert annað en óverrabragð til að hækka matarverð.

Þetta er síðan líka fyrsta skrefið í nýrri hækkunarkeðju sem endar með alsherjarverkföllum og stjórnarslitum.

Óskar Guðmundsson, 15.7.2011 kl. 15:10

3 Smámynd: Pálmi Reyr Þorsteinsson

Bændur fá alltaf minnst milliliðurinn mest.

Pálmi Reyr Þorsteinsson, 15.7.2011 kl. 16:21

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Síðasta setnigin í fréttinni segir allt sem segja þarf, þetta er leiðbeinandi verð sem afurðarstöðvum ber ekki skilda til að fara eftir. Og þær munu örugglega ekki gera það!

Það gleymist alltaf að segja frá því hvað bóndinn fær fyrir hvert kíló, en 25% hækkun þar er ekki stór upphæð. Það eru afurðastöðvarnar sem smyrja síðan hressilega ofaná verðið og ekki má svo gleyma smásölunni, en álagning hennar er frjáls og gígatísk!

Þó neytandinn þurfi að borga einhverja þúsundkalla fyrir hvert kíló af læri, fær bóndinn einungis lítið brot af þeirri upphæð.

Það er merkilegt og sérstakt rannsóknarefni að vinnslan og sérstaklega smásalan skuli fá meira fyrir hvert kíló af kjöti en þeir sem rækta skepnurnar og ala önn fyrir þeim, með ærnum tilkostnaði og á löngum tíma!

Gunnar Heiðarsson, 15.7.2011 kl. 19:08

5 Smámynd: Gissur Þórður Jóhannesson

Aðeins skýringar á verði lambakjöts. Siðastliðið haust fékk ég eitt lamb sem vigtaði 22,7kg.fyrir kílóið fékk ég kr.273/-+22,7 kg.= kr.6.197/-        Í kjötborði í Kjarval sá ég söluverð á lambakjöti þar var kílóverð í lærum kr1200/- í súpukjöti kr.700/-. Ég deildi þessum 22,7 kg.í 30% lærakjöt þ.e. 6,81 kg.+kr 1200/=8.172/- og 70% súpukjöt þ.e.15,89 kg +kr.700/=11.123/-samtals kr. 19.295/- Mismunur kr.13.102/-  Til að halda öllu til haga og fara með rétt mál þá var þetta lamb mitt felt mjög mikið í verði vegna fítu.  Meðal kílóverð á mínum lömbum  á síðasta hausti var kr.402/- og þá +22,7kg.=kr.9.125/-Mismunur á söluverðinu á þessu lambi úr verslun og því sem ég fékk að meðaltali fyrir mín lömb hefur því verið kr 10.170/-  

Gissur Þórður Jóhannesson, 16.7.2011 kl. 10:41

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

áhugaverðar upplýsingar gissur.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.7.2011 kl. 10:49

7 Smámynd: Njörður Helgason

Sæll Gissur. Staða bænda er ekki öfundsverð frekar en það sem hefur dunið á okkur sem kaupum í matinn, fyllum á bílana og borgum af húsunum okkar. Það er ég handviss um að skriða hækkana á eftir að flæða yfir okkur. Það er svo margt í spilunum sem hefur verið haldið aftur af.

Nú er orðið fært aftur yfir Mýrdalssandinn. Ekki þarf að fara fjallabakið lengur eða stóra hringinn. Gott!

Njörður Helgason, 16.7.2011 kl. 11:05

8 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Mikið þætti mér gott að fá smá hækkun á tekjum !  Ferlegt kjaftæði þetta með útflutninginn og allt í góðu þar !   E.....n af hverju ekki innflutningur ?  Leyfa bændum að slást í samkeppni.

Hilmar Sigurðsson, 16.7.2011 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband