Færsluflokkur: Bloggar

Áfanginn náðist.

Þingmenn Hreyfingarinnar ætla þá ekki að segja orð meira á Alþingi. Atkvæði gegn fjárlögunum þýðir það.
Ágætt að fjárlögin eru komin í gegn í þeirri stöðu sem þjóðin er í nú í dag. Skelfingin ein að við verðum að greiða skuldir óreiðumanna til að halda samfélaginu höktandi.
En hlutirnir virðast vera á réttri leið. Ísland verður tryggt ESB ríki þegar þetta verður afstaðið. Líklega eitt það öflugasta.
mbl.is Fjárlög samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsveldið Kína breiðir úr sér.

Fólk þarf ekki að halda það að skósveinn kínverska kommúnistaflokksins sé að kaupa þessa jörð á Íslandi sem er á mörkum hins byggilega heims með framkvæmdir að leiðarljósi. Kínverjar sem eru að keppast við að ná sem mestum yfirráðum í heiminum gera þetta í öðrum tilgangi.
Íslensk stjórnvöld eiga að koma í veg fyrir útbreiðsluna með því að selja ekki landið til þeirra. Er ekki það næsta sem þeir gera tilboð í einhver fjörður sem hentar vel fyrir kafbátalægi. Ætla stjórnmálamenn og konur að tala fyrir því að Kínamenn kaupi Hvalfjörðinn?
mbl.is Telja herinn horfa til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðin til ESB verður þá greiðari!

Jón getur þá farið heim að Hólum með andstöðu sína. Það hefur ekki alltaf verið til bóta að menn frá Hólum vinni gegn breytingum.
Guðni Ágústsson var með einhverja samlíkingu í moggagrein í dag. Það sem samstaða verður að vera um er það að Ísland verði hluti ESB. Það á enn meira erindi í ESB ef að peningastjórn Merkels nær í gegn.
Þá eru Íslendingar undir sameiginlegri stjórn fjármagnsins. Þeir verða þá ekki eins villuráfandi og þeir voru þegar allt var keyrt í kaf.
mbl.is Stendur fyrir andstöðu við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótækt að gera gatnamótin ekki mislæg.

Ég næ því ekki hvers vegna gatnamótin við Litlu kaffistofuna, námugatnamótin og gatnamótin á Bláfjallaveginum eru ekki mislæg. Hvers vegna ekki er ástæða til að gera ökubrýr á þessum stöðum.
Við Litlu kaffistofuna kemur umferðin að austan niður allbratta brekku. Niður brekku sem að er hættuleg í hálku.
Að gatnamótin á Sandskeiði þar sem vegurinn úr Bláfjöllum tengist við hringvegin eru svo hættuleg að þar á ekki að vera spurning um að gera mislæg gatnamót á brú.
Fjöldi fólks fer í Bláfjöll til að njóta útiverunnar og til að fara á skíði. Þegar skíðafæri er í Bláfjöllum er vegurinn frá hringveginum ísi lagður og oft er hríðarveður niður á Sandskeiði.
Þar á að auka öryggi vegfarenda með því að gera mislæg gatnamót. Ekki að hafa þau þannig að ökumenn verði að fara í veg fyrir aðkomandi umferð þegar farið er í Bláfjöll eða komið úr þeim.
Bláfjallavegamótin eru í dag ein hættulegustu vegamótin á veginum yfir Hellisheiðina. Það er sjálfsögð krafa allra vegfarenda að þar verði gerð lausn til frambúðar. Til að nýta þá lausn enn betur er tilvalið að beina umferðinni úr námunum sem eru rétt ofan flugvallarins á Sandskeiði á þau eða á gatnamótin við Litlu kaffistofuna. Auka því enn frekar öryggið á veginum
mbl.is Skilti vara við ófullgerðum gatnamótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bjóðandi.

Mótmæla er þörf. Þetta er óásættanlegt: http://nhelgason.blog.is/blog/nhelgason/entry/1208215/
mbl.is Mótmæla lokun á Hellu harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur Ólínu:

Af samtölum mínum hefur mér skilist að starfið sem unnið hefur verið af þeim hóp sem Jón skipaði til þess að vinna að úrlausn fiskveiðistjórnunnarmálsins hafi verið gagnlegt. Unnið hafi verið að gagni í honum. Nú þegr að fara á að leggja vinnu hópsins fram eru allmargir þingmenn sem að sjá sína sæng útbreidda í því að hamast gegn þeirri vinnu sem hópur sjávarútvegsráðherra hefur staðið að og koma með öllum ráðum fyrir það að frumvarp verði flutt á Alþingi samkvæmt niðurstöðu hópsins.
Þar á meðal eru stjórnarliðar eins og Ólína sem elur þann draum með sér að hún sé í stakk búin til að taka við af Jóni á Hólum.
mbl.is Fráleitt að Jón sé ómissandi segir Ólína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf starfsemi.

Sparnaður, sparnaður. Beita á niðurskurðarhnífnum á sunnlenska heiðbrigðisþjónustu. Það hlýtur að vera mikilvægt að halda úti öflugri þjónustu í þeim dreifðu byggðum sem eru á suðurlandi. Dreifðum byggðum og byggðum sem eru á stóru landssvæði.
Það má heldur ekki gleyma því að ekki eru bara sumarbústaðabyggðir í Árnessýslu og Borgarfirði. Stórar sumarhúsabyggðir eru vítt um Rangárvallasýslu. Á þessu svæði er fjöldi ferðamanna allt árið um kring. Þeim verður að sinna. Oft er leitað og öðrum er bjargað sem hafa dottið af hestbaki í Rangárvallasýslu.
Á Hellu er starfrækt stórt hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimilið Lundur. Eitt er morgunljóst að starfsemin á hjúkrunarheimilinum á eftir að aukast á næstu árum og áratugum. Til að vera vel í stakk búin er sú starfsemi og það sem ég hef nefnt full rök fyrir því að halda áfram rekstri heilsugæslustöðvarinnar á Hellu á Rangárvöllum.
mbl.is Loka heilsugæslunni á Hellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustið.

Hér er rétta lagið: http://www.youtube.com/watch?v=zfGZ57xgPzw
mbl.is Jón er enn ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt að útiloka Breivik.

Alveg er sama hver niðurstaða réttargeðlæknanna er. Breivik er gersamlega sturlaður og hefur bara eitt markmið: Drepa og verða þekkt nafn fyrir það.
Best væri það er fjölmiðlar sýndu samstöðu í því að halda honum sem mest frá sviðsljósinu. Það er akkúrat það sem hann vill. Þó að hann sé bak við lás og slá verður öll umfjöllun honum til auglýsingar.
Það er illt að eftirlifendur og aðstandendur fórnarlambana þurfi að horfa og heyra rödd Breiviks í útvarpi eða sjónvarpi. Fólk á ekki að þurfa að slökkva á honum þegar hann birtist.
Hann á að vera í sinni sellu. Vera þar án samneytis við þjóðina.
mbl.is Breivik ósakhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fyrramálið.

Er þögn ekki sama og samþykki? Steingrímur J. hefur ekki viljað kveða upp úr með stöðu Jóns á Hólum fyrr en Jóhanna hefur hlýtt á visku hans.
Síðan er víst ríkisstjórnarfundur í fyrramálið. Þá opnast fyrir strauma viskunnar, eða skoðananna.
Ef Jón á Hólum á að fara er rétt að Ólína hverfi líka.
Minnihlutastjórn yrði þá faktan. En minnihlutastjórnir á hinum norðurlöndunum hafa gert góða hluti.
mbl.is Svaraði ekki hvort Jón nyti stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 371204

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband