Færsluflokkur: Bloggar

Belgar eiga líka bágt.

Belgískur vopnabróðir Brevik?
Ætli það sama hafi gerst og þegar Brevik gekk af göflunum. Haldið að alþjóða hryðjuverkasamtök væru að verki?
mbl.is Myrti þrjá og særði 75
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlitlar hreyfingar koma fram.

Þessi mikli fjöldi skjálfta sem koma fram á Kötlusvæðinu í þessu yfirliti, er meðal annars af því hvað margir mælar eru við Mýrdalsjökul. Allt í kringum hann og uppi á jökulskerjum. Fjöldinn skýrist af mikilli breidd á stærð hreyfinganna. Sá stærsti var um 3,2 stig á richter. Síðan koma fram hreyfingar sem eru 0,eitthvað í stærð og sumar eru í mínus á jarðskjálftasíðunni.
Þetta skýrist af því að stærðin er reiknuð með lógarythma. Hreyfingarnar á Kötlusvæðinu eru einnig af því að undir Mýrdalsjökli er aflmikið háhitasvæði. Í því eru hreyfingarnar ekki óalgengar.
En ekki má vanmeta virkni Kötlu. Þó að hún hafi ekki gosið frá 1918, sem er að verða ein öld. Þá blundar hún undir Mýrdalsjökli og mjög líklegt er að hún gjósi frekar fyrr en síðar. Að það bryddi á Barða.
mbl.is 1.300 skjálftar í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notum lýðræðið.

Við eigum marga frambjóðendur sem eru virkilega góðir í þetta embætti. ÓRG á ekki að verða eilífur í embætti forsetanns. Fyrir okkur Íslendinga er tilvalið að nota lýðræðið til þess að kjósa forseta á næsta ári.
Þetta er ekki embætti sem er eilíft fyrir þau sem ná því. Það er hellingur til af fólki. Bæði konum og mönnum sem eru tilbúin til að taka að sér embætti forseta Íslands.
Núverandi forseti á að skynja það að tími hanns er orðinn nógu langur í embættinu. Það er um að gera að þjóðin fái nýjan forseta. Einhvern frambjóðanda sem tekur að sér embættið og mótar það að nýju.

mbl.is Ekki enn gert upp hug sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starf fyrir Ólínu!

Þegar Alþingi fer í jólafrí. Eitthað sem verður innan skamms. Getur Ólína orðið hliðvörður við Gullfoss. Hún reiknar líklega ekki með því að nokkur túristi lesi eða skilji það sem á skiltunum stendur.
Ólína getur því orðið gönguhrólfur á leiðinni að Gullfossi.
mbl.is Gönguleið lokuð við Gullfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin eldvirkni með léttara landi.

Það væri áhugavert að sjá niðurstöður mælinga hér á Íslandi. Land hlýtur að hafa risið töluvert vegna bráðnunnar íslenskra jökla.
Eitt af því sem fylgir því að jöklarnir íslensku eru að þynnast og léttast er að reikna má með að eldvirkni aukist í kjölfarið. Því megum við reikna með því að eldgosum úr eldstöðvunum undir jökli fjölgi í kjölfarið.
mbl.is Grænland rís úr sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við búum á virku landi.

Haustskjálfarnir hafa verið nokkuð staðfastir í Kötlunni í allmarga áratugi. Smágos hafa orðið á svæðinu. Eitt nú í sumar, 1999 og 1955. Þessi örgos hafa ekki náð upp úr jöklinum en orsakað smærri jökulhlaup en í alvöru Kötlugosum. Þau hafa enn ekki orsakað frekari gos á Kötlusvæðinu.
Þynning jökulsins við bráðnun sumarsins virðist hafa áhrif á virknina á Kötlusvæðinu. Spurning er hvað enn frekari þynning íshellunnar gerir. Reikna má með frekari eldvirkni á svæðum undir íslenskum jöklum með breyttu veðurfari.Síðasta Grímsvatnagos var ekkert smágos.
Vissulega er biðin orðin löng eftir því að bryddi á Barða. Hvort að þetta langa goshlé hefur áhrif til stærra goss á eftir að koma í ljós.
Það má heldur ekki gleymast að gos norðaustur af Kötlusvæðinu hafa komið upp með tengingu við Kötluöskjuna. Eldgjá er mynduð ekki löngu eftir landnám á Íslandi. Þá gaus langleiðina að Vatnajökli. Frá Vatnajökli komu síðan Skaftáreldar 7-800 árum seinna.
Við lifum á virku landi. Hjartsláttur landsins finnst öðru hvoru. Eins leitar heit kvikan upp á yfirborðið með mismiklum afleiðingum.
mbl.is Katla virkari á sumrin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skárra að selja en að sitja uppi með ónýt tæki.

Miðað við þann langa tíma sem stöðnun virðist verða á íslenskum verktakamarkaði. Þá er það ef til vill best að menn geti selt vinnuvélarnar úr landi meðan að eitthvað fæst fyrir þær.
Þessi tæki eins og önnur þurfa að endurnýjast. Illt er að verktakar sitji uppi með gamlar, ryðgaðar og úr sér gengnar vélar þegar að fer að rofa til á markaðnum.
Hætt er við að vélarnar sem gengu alla daga séu í geymslu úti við eða í köldum húsum þar sem að þær eldast fljótt og verði ekki til gagns þegar á þeim þarf að halda.
Vissulega er það dýrt að verða að fjárfesta í nýjum tækjum. Það er þó skárra að selja þau tæki á meðan eitthvað fæst fyrir þau.
mbl.is Vinnuvélar streyma úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir jólin

http://assets.nigella.com/uploads/pages/cover_website.jpg

Missögn.

http://www.dv.is/frettir/2011/12/8/hannes-hefur-ekki-fengid-kronu/
Hér er önnur frétt.
mbl.is Hannes fær 350 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer strax í röð!

Ég bíð spenntur eftir því að fara á tónleika með Mugison í landsbyggðarbænum Hafnarfirði
mbl.is Mugison spilar líka á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband