Færsluflokkur: Bloggar
6.8.2015 | 15:59
Merk laug með merka sögu
Seljavallalaug var byggð upp af sjàlfboðaliðum og hefur verið haldið við af þeim um alla tíð. Framtak þessa manns er ótrúlegt og eflaust vanþakkaður, sérstaklega af gestum laugarinnar sem valda því að hann þarf að tína rusl í allmarga poka við laugina í hvert skipti þegar hann kemur þangað. Seljavallalaug á mikla og merkilega sögu frá upphafi. Í henni lærðu allmargir að synda, til að byrja með gengu nemendur Skógaskóla í hana til að nema sund. Það breyttist síðan þegar sundlaug var byggð í héraðsskólanum að Skógum.
![]() |
300 gestir daglega í Seljavallalaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2015 | 22:01
Spennandi.
Fólk með góða reynslu af starfinu sem þau eru að fara útí með sushivagninum. Tilvalið að klíka við og prófa!
![]() |
Opna fyrsta sushivagninn á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2015 | 12:59
Er Lagarfljótsormurinn enn á lífi?
Þegar við fórum á Borgarfjörð Estra komum víð við á Egilsstöðum og hreinsuðum leðjuna af Öxi af bílnum.
Þegar við keyrðum að Egilsstöðum sá ég vel breytinguna sem hefur orðið á Leginum eftir að Jökulsá á Dal var veitt í Löginn úr jarðgöngunum fyrir Fljótsdalsstöð. Ég kom fyrst í Atlavík árið 1974 þegar við mamma fórum hringinn eftir að Skeiðarárbrú var formlega opnuð.Seinna fór ég á útihátíð í Atlavík 1985, þá tókum við rútu úr Víkinni sem við fórum með.
Mikið hefur Lögurinn breyst mikið eftir að Jökulsá á Dal var veitt í hana vegna virkjunarinnar fyrir álver Alcoa á Reyðarfirði. Fórnin fyrir stóriðjuna er greinilega mikil og vel sýnileg í Leginum. Jökulvatnið er nú orðið að morugu vatni, sem sagt er að hafi haft áhrif einnig á dýralífið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2015 | 11:59
Er líf á Mars?
Hvernig er gert ráð fyrir hvað eigi að segja við Marsbúana þegar USA geimfararnir hitta þá.Ætli að þeir skilji þegar sagt verður við þá: "við komum í friði"
![]() |
Lífið hefði notið sín á Mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.7.2015 | 10:32
Loks fannst rússneski kafbáturinn.
Fyrir sænska herinn tók það heila öld að finna rúsneska kafbátnn. Þessi bátur er algert antik og vonandi verður hægt að ná mínjunum heilum úr sænsku hafi.
![]() |
Kafbáturinn sennilega frá 1916 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2015 | 13:22
Fórum á íðilgóða Bræðslu!
Þetta var ljómandi góð helgi sem byrjaði á ferð eftir suðurströndinni á Djúpavog þar sem við gistum á hostel Framtíð. Síðan fórum við yfir Öxi að Eiðum þar sem við gistum á meðan Bræðslan stóð yfir.
Fórum svo á Borgarfjörð Eystra og nutum nátúrunnar og góðrar dagskrár. Fórum fyrra kvöldið á tónleika Dúndurfrétta í Fjarðarborg sem voru afar góðir. Daginn eftir fórum við fyrst á Álfakaffi en síðan á Bræðsluna þar sem ég náði stöðu fremst hjá sviðinu rétt hjá bassaboxunum sem var gott. Tónleikarnir í Bræðslunni voru algerlega góðir. Gott var að hafa náð í miða á þá á Rás2 fyrir okkur, það varð til þess að lagt var land undir bílhjól og farið austur.
Heimleiðina fórum við norðurleiðina þar sem ég hafði unnið þriggja rétta kvöldverð fyrir tvo. Rétt var að nota vinninginn á heimleiðinni og njóta skagfirska matarins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2015 | 22:58
Plastið er óþarfi.
Vatnið sem við látum renna úr krönunum í glösin okkar á að vera tandurhreint. Reglulega er fylgst með gæðum þess og snarlega brugðist við því ef einhvað er að.
Ég efast ekki um hreinleika vatnsins sem Jón Ólafsson selur, vatn sem kemur beint úr lindinni á plastflöskurnar sem við kaupum það síðan í. Tilgangurinn með plastflöskum er óþarfur fyrir okkur Íslendingana þegar vatnið úr krönunum er almennt vel hreint og óþarfi er fyrir Íslendinga að kaupa vatn á plastflöskum þega kranavatnið er tandurhreint.
![]() |
Á ekkert skylt við kranavatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2015 | 17:54
Spörum og tökum vatn úr krananum.
Vatnið úr krönunum okkar er bæði hreint og gott. Fylgst er með því að kanavatnið sé öruggt, ef einhver bilbugur er á hreinleikanum er snarlega brugðist við og tryggt að vatnið úr krananum sé öruggt.
Það er alger óþarfi að kauða vatn dýrum dómum og taka þátt í aukinni mengun vegna umbúðanna sem eru yfirleitt úr plasti.
![]() |
Kranavatnið rennur út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2015 | 14:13
Hraði snigilsins um landið!
Eflaust hefur Blönduóslöggan ekki náð þeim.
![]() |
Borga sektirnar brosandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2015 | 11:24
Sterkur sumarvindur.
Greinilega hefur sumarvindurinn verið öflugur í Flóanum. Fólk hefur ekki reiknað með að trampólínin færu að fjúka um mitt sumar, en það gerðist ásamt öðru á Selfossi!
![]() |
Trampólín fjúka á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 371182
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar