Fórum á íðilgóða Bræðslu!

Þetta var ljómandi góð helgi sem byrjaði á ferð eftir suðurströndinni á Djúpavog þar sem við gistum á hostel Framtíð. Síðan fórum við yfir Öxi að Eiðum þar sem við gistum á meðan Bræðslan stóð yfir.
Fórum svo á Borgarfjörð Eystra og nutum nátúrunnar og góðrar dagskrár. Fórum fyrra kvöldið á tónleika Dúndurfrétta í Fjarðarborg sem voru afar góðir. Daginn eftir fórum við fyrst á Álfakaffi en síðan á Bræðsluna þar sem ég náði stöðu fremst hjá sviðinu rétt hjá bassaboxunum sem var gott. Tónleikarnir í Bræðslunni voru algerlega góðir. Gott var að hafa náð í miða á þá á Rás2 fyrir okkur, það varð til þess að lagt var land undir bílhjól og farið austur.
Heimleiðina fórum við norðurleiðina þar sem ég hafði unnið þriggja rétta kvöldverð fyrir tvo. Rétt var að nota vinninginn á heimleiðinni og njóta skagfirska matarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 370323

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband