Færsluflokkur: Bloggar

Við verðum að fá nýjann.

ÓRG er búinn með sinn tíma. Tímabært er fyrir íslensku þjóðina að fá annann forseta. Það er engri þjóð hollt að hafa þann eða þá sem er í þessari stöðu svona lengi. 12 ár eru algert hámark.
mbl.is Vilja ekki Ólaf Ragnar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt annar heimur eftir 11. september.

Ég var uppi á DV á fundi með Jónasi Haraldssyni þegar komið var inn til okkar og sagt að eitthvað hefði verið að gerast í Bandaríkjunum. Við fórum fram til að sjá þetta í sjónvarpinu. Ég fann mér sæti og sat þar við hliðina á henni Silju Aðalsteinsdóttur þegar seinni vélin flaug á hinn turninn.

Okkur brá báðum illilega. Ég man að Silja sagði við mig "hvað er að gerast? Hvenig verður allt eftir þetta?" Óneitanlega hefur margt breyst eftir 11. sept 2001. Því miður hefur margt gerst sem Bandaríkjamenn hafa valdið með óforsjárhyggni sinni.


mbl.is Var hjá tannlækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn kann ekki sín mörk.

Það er engu líkt hvað forsetinn leyfir sér að segja um málefni ríkisstjórnarinnar. Ólafur Ragnar er af svo miklu kappi í pólitíkinni þessa mánuðina að honum sést ekki fyrir í sínum málflutningi.

Embætti forseta er alls ekki hugsað til þess að vera rödd þjóðarinnar. Ef forsetinn ætlar að tala við fjölmiðla innlenda eða erlenda um einhver mál á hann að hafa samráð við íslensku ríkisstjórnina um sín svör og viðræður við fjölmiðla. 

Það er engan vegin hægt að sætta sig við það að við þurfum að hafa tvöfalda öggjöf á Íslandi. Ríkisstjórn og Alþingi vinna að sínum málum. Svo er það tilviljunin ein hvernig forsetinn vinnur úr þessum málum.

Þetta sáum við best þegar Alþingi samþykkti með auknum meirihluta Ícave mál. Þegar ÓRG komst í málið sendi hann það til þjóðarinnar. Til þjóðarinnar sem hafði takmarkaða þekkingu á málinu.

Þekking þjóðarinnar sást vel á því hvað margir sögðu að ÓRG hefði hafnað málinu.


mbl.is Gagnrýnir forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svæðin skiptast á

Nú eru til skiptis skjálftar á Kötlusvæðinu og í Krýsuvík. Upp úr kl 19 var skjálfti um 2 stig á Kötlusvæðinu.
mbl.is Flogið yfir Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjarta landsins slær víða.

Nú slær hjarta jarðarinnar sannarlega á Íslandi. Í kringum hádegi urðu allmargir skjálftar á Kötlusvæðinu. Allir frekar smáir en sannarleg hreyfing og aukin leiðni.

Frá fjögur til fimm hafa orðið allmargir skjálftar un 5 km norður af Krýsuvík.

Það kallast því á skjálftarnir á vesturhluta landsins og á miðju suðurlandinu á Kötlusvæðinu.


mbl.is Eftirlit aukið með Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður pistill sem segir óþægilegan sannleika.

Sannarlega áhugavert að hlusta á þennan pistil hjá Sigrúnu. Margt kemur fram sem að Forseti Íslands hefur ekki skoðað. Hans blindi vilji er líklega til þess að við fáum fullt af Matadorpeningum. Þeir eru gjaldgengnasti gjaldmiðillinn.

Til verka.

Þetta sýnist mé þýða að landbúnaðarráðherrann og hans starfsfólk verði að fara að vinna í málinu. Eitthvað verði að gera annað en ekki neitt, til þess að hamla viðræðum.

Sýnilegt er að ekkert er nema jákvætt við að ganga til samnina. Kostirnir eru fjölmargir. Hvað kemur út úr viðræðunum kemur ekki í ljós fyrr en gengið verður frá samningi.


mbl.is Ísland ekki nægilega undirbúið í landbúnaðarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ári getum við skipt.

Ég er svo ánægður með það að hafa ekki kosið ÓRG í embætti forseta. Rosalega sá ég það fyrir mér að Alþýðubandalagsmaðurinn mundi ekki segja skilið við stjórnmálin.

Eitt af því sem ÓRG vill ekki skilja er að hann er kjörinn sem ópólitístkur forseti. Hann er alls ekki kosin til að vera sjálfstæð rödd þjóðarinnar. Til þess kjósum við Alþingismenn og konur. Forseti Íslands er ekki þar á meðal og á því ekki að vera að úttala sig um skoðanir sínar í fjölmiðlum. Innanlands og utan.

Sem betur fer munu Íslendingar kjósa nýjan forseta á næsta ári. Við munum þá vonandi getað þosið einhvern einstakling í embættið sem verður Forseti Íslands en ekki pólitíkus sem verður að berja skoðunum sínum í fjölmiðla austan hafs og vestan.


mbl.is Beygðu sig undir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hiti og úrkoma hækka í ánum

Svona rigningar eru ekki óalgengar á suðurhluta landsins. Nú er líka það heitt í veðri að bráðnunin verður enn meiri og vatnavextirnir þvílíkir.
mbl.is Braut niður varnargarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 371209

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband