Að ári getum við skipt.

Ég er svo ánægður með það að hafa ekki kosið ÓRG í embætti forseta. Rosalega sá ég það fyrir mér að Alþýðubandalagsmaðurinn mundi ekki segja skilið við stjórnmálin.

Eitt af því sem ÓRG vill ekki skilja er að hann er kjörinn sem ópólitístkur forseti. Hann er alls ekki kosin til að vera sjálfstæð rödd þjóðarinnar. Til þess kjósum við Alþingismenn og konur. Forseti Íslands er ekki þar á meðal og á því ekki að vera að úttala sig um skoðanir sínar í fjölmiðlum. Innanlands og utan.

Sem betur fer munu Íslendingar kjósa nýjan forseta á næsta ári. Við munum þá vonandi getað þosið einhvern einstakling í embættið sem verður Forseti Íslands en ekki pólitíkus sem verður að berja skoðunum sínum í fjölmiðla austan hafs og vestan.


mbl.is Beygðu sig undir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þar að auki er þett tóm steypa í manninum. Samningar á seinni stigum fjölluðu alltf um að eignir dekkuðu skuldina. Að hve miklu leiti var ekki hægt að segja til um nákvæmlega en talsvert lengi hefur legið fyrir að eignir dekkuðu þetta mestanpart.

Málið snerist alltaf um að Ísland átti að sjá til að greiða ákv. lágmark til handa innstæðueigendum í B&H. Og þær greiðslur áttu að koma fljótt og vel og til þess voru innstæðutryggingar gerðar.

það að beina mönnum bara á gjaldþrotameðferð bvankans er augljóslega brot a laga og regluverki. Innstæðutryggingar voru einmitt í lö settar til að það þyrfti EKKI að reiða sig á gjaldþrotameðferð varðandi ákveðið lágmark innstæðna.

Mér finnst vont hvernig hann talar og tal hans bendir til að hann viti, innst inni, að hann fó með málið í tóma vitleysu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2011 kl. 15:59

2 Smámynd: Njörður Helgason

ÓRG er að reyna að verja gerðir sínar með fulla vasa af Fálkaorðum. Kannski að verja gerðir sínar í Hafskipsmálinu?

Njörður Helgason, 4.9.2011 kl. 16:09

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Forsetinn okkar er bara að tala um blákaldan en ansi napran sannleikann.

Sérstaklega fyrir suma þá sem styðja Íslenska ESB trúboðið, sama hvað.

Forsetinn er kjörinn af þjóðinni og á ekki að vera afþurrkunarmotta valdhafa hverju sinni.

Þjóðin getur verið stolt af forseta okkur, hann veitir slöppum stjórnvöldum svo sannarlega gott og þarft aðhald.

Gunnlaugur I., 4.9.2011 kl. 16:25

4 Smámynd: Njörður Helgason

Forsetinn er eins og gömul gólftuska sem reglulega verður að skipta um.

Njörður Helgason, 4.9.2011 kl. 17:11

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað eru evrópuhatarar sammála forseta. Nema hvað. Þetta er sem hunangí þeirra eyrum.

Allir skynsamir menn sem beita yfirsýn sjá hinsvegar í hendi sér skaðan af þessu gaspri forseta svokallaðs. Stórskaðar ísland á alþjóðavettvandi til langs tíma. Alveg fyrir séð.

þar að auki er kallinn búnn að rústa forsetaembættinu. Eg er ekki alveg að sjá hvernig það á að virka í framtíðinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2011 kl. 17:11

6 Smámynd: Vendetta

Ég mun greiða atkvæði með Ólafi á næsta ári, jafnvel þótt hann hafi gert ýmis mistök fyrir hrun. Því að hann er sá eini sem getur gefið þjóðinni neitunarvald í ESB-aðildarmálinu. Á sama hátt og hann gaf þjóðinni neitunarvald gegn Icesave-svikalögunum illræmdu.

"Eitt af því sem ÓRG vill ekki skilja er að hann er kjörinn sem ópólitístkur forseti. Hann er alls ekki kosin til að vera sjálfstæð rödd þjóðarinnar." Bull. Það stendur hvergi í stjórnarskránni að forsetinn eigi að vera ópólítískur og að hann eigi alltaf að halda sér saman.

Vendetta, 4.9.2011 kl. 17:23

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem öfgamenn án yfirsýnar eru að feila á er, að ofmeta skammtímann. þó þessi histería myndaðist í skammtíma útaf þessari skuld sem þið sjallar settuð landið í bakábyrgð fyir - þá er ekki þar með sagt að eins verð litið á mál að ákveðnum tíma liðnum.

þeir sem skoða söguna, og alveg sérstaklega íslandssöguna, sjá strax að sagan er full af slíkum dæmum þr sem myndast hefur stemming um ákv. mál sem eftirá séð verður meira og minna óskiljanlegt.

það sem er ma. athyglisvert við æsing forseta er,að hann talar nákvæmlega í línu við núv. Framsóknarflokk og í annan stað tlar hann eins og það sé ekkert ferli í gangi fyrir Eftirlitsstofnun EFTA sem að öllum líkindum enda fyrir EFTA Dómsstólnum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2011 kl. 17:31

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og Vendetta bendir réttilega á er endurkjör Ólafs Ragnars nauðsynleg forsenda þess að þjóðin verði örugg með neitunarvald sitt í mikilvægum og umdeildum málum á næsta kjörtímabili. Hann þarf ekki sannfæra neinn um það því hann hefur þegar sýnt fram á það. Sá næsti sem ætlar að bjóða sig fram mun hinsvegar þurfa að heita því að hann muni standa vörð um neitunarvald þjóðarinnar ef sá hinn sami ætlar að eiga möguleika á að ná kjöri. Augljóslega munu einhver öfl í þjóðfélaginu sjá sér hag í því að reyna að koma "sínum manni" í slíka stöðu í næstu kosningum. Það er augljóslega stór munur á annars vegar kosningaloforði og hins vegar afstöðu sem hefur verið sýnd með afgerandi fordæmi, ekki einu sinni heldur þrisvar. Fyrir mér er alveg augljóst hvoru ég myndi treysta frekar. Þetta er veruleikinn eins og ég sé hann og hefur ekkert að gera með skoðanir mínar á Ólafi sem hefur sína kosti og galla eins og aðrir menn.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2011 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 370309

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband