Færsluflokkur: Bloggar

Best að ríkið eigi löndin.

Það er ekkert vit í því að selja útlendingum jarðahluta á Íslandi. Að sjálfsögðu má leiga þessa parta. Leigja þá með afnotarétti svo að menn geti gert það sem þeir vilja gera.
Eitt sinn var mikið af ríkisjörðum á Íslandi. Á þeim bjó fólk mann fram af manni. Stöndug bú sem menn byggðu upp og ræktuðu sem sínar eigin jarðir. Þegar að menn sögðu upp leigunni voru framkvæmdir á jörðunum metnar og ábúendunum greitt fyrir samkvæmt því.
Þetta hefðu menn og konur átt að gera í Mýrdalnum þegar Svisslendingur keypti Heiðajarðirnar með landi á fjöllum og heiðum. Í því tilfelli hefði verið tilvalið að gera leigusamning heldur en að selja jarðirnar og úthagana í burtu.
Með þessu máli og nú Grímsstaðamálinu sé ég að þjóðlendukröfurnar voru þarfar á sínum tíma og eru enn.
Eigendur jarðanna fjölga sér eins og snjóboltar. Á hverju ári fjölgar eigendum jarðanna margfalt. Því er það langbest að ríkið eigi jarðirnar og leigi út til þeirra sem vilja nota hlutana undir ákveðna starfssemi.
mbl.is Fleiri andvígir kaupum Nubo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Surtur fer sunnan

Surtur fer nú sannarlega sunnan. Sunnan Evrópu og lætur til sín taka. Vonandi fær þessi nýja eyja að lifna við ef hún lifir. Án þess að mannaferðir verði í hana. Það er ómetanlegt að Surtsey hafi fengið að lifna við án þess að maðurinn sái fræum í hana. Surtsey hefur fengið að gróa upp vegna frækorna og plantna sem fuglarnir hafa borið þangað. Ómetanlegt fyrir þá sem hafa fulgst með lífinu kvikna á Surtsey.
Úr Völuspá:
´Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata,
en gífur rata,
troða halir helveg
en himinn klofnar.´
mbl.is Eiturgufur frá eldgosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulag með göngum undir Reynisfjall samþykkt.

Ánægjulegt að á fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps 20. október sl. voru samþykkt drög að aðalskipulagi Mýrdalshrepps þar sem ákveðið var að færa veg 1 sunnar en hann er nú á og jafnframt því að gera jarðgöng undir Reynisfjall. Og að leggja þjóðveginn frá Reynisfjalli á láglendinu og tengja hann inn á núverandi þjóðveg nálægt Skeiðflöt. Í samþykkt Sveitarstjórn segir: ´Meirihluti sveitarstjórnar leggur áherslu á að það var að ósk ráðgjafa við gerð aðalskipulagsins að komið var á fót matsteymi til að vinna að mati á umhverfisáhrifum vegna nýrrar veglínu um Mýrdal. Lögð var áhersla á að í matsteyminu sætu menn með staðarþekkingu á svæðinu ásamt sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum náttúruvísinda. Matsteymið hafði engu hlutverki að gegna í samráðsferlinu og fjallaði á engan hátt um eignarhald á landi. Vinna matsteymisins er eins og kemur fram í umhverfisskýrslunni bæði fagleg og vel unnin.´ Fundargerð meirihluta sveitarstjórnar Mýrdalshrepps.
Þetta er sannarlega góð ákvörðun sem þýðir að færa á þjóðveginn frá þeirri snjóakistu sem hann getur verið í innan við Vík í Mýrdal.
Þetta eru vegabætur sem að gera veginn allt frá Fjarðarheiði innan við Reyðarfjörð að veginum yfir Hellisheiði láglendisveg. Þessi breyting auðveldar alla flutninga um landið. Við verðum að viðurtkenna og horfast í augu við að flutningar eru í dag framkvæmdir með vörubílum. Strandsiglingar eru ekki lengur umhverfis landið.Til þess að mæta þeim breytingum verður að tryggja öryggi þeirra sem eru á ferðinni eftir þjóðvegunum. Jarðgöng undir Reynisfjall og vegagerð frá göngunum er mikilvægur þáttur í auknu öryggi á vegum landsins.

Rétt er að stöðva þetta núna!

Í þessu máli hafa menn ekki unnið það með réttum hætti. Ótrúlegt að byggingarnefnd skuli samþykkja verk sem ekki er inni á skipulagi Skálholts. Það er yfirgengilegt að farið sé af stað með þessa framkvæmd sem brýtur í bága við byggingarnar í Skálholti.
Rétt væri að fara að Hólum og grafa upp feðgana sem voru hálshöggnir í Skálholti þegar siðskiptin voru. Það væri álíka tilgangslaust og að reisa Þorláksbúð sem hefur takmarkaðann eða engann tilgang með að reisa.
Með henni er verið að endurbyggja torfkofa sem munnmæli eru um hvernig byggður var. Reistur á einum helgasta stað landsins án ásstæðu.
mbl.is Skálholt skyndifriðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að brydda á Barða?

Katla lætur reglulega vita af sér. En ég held að gos úr henni komi óvænt. Einhvern tímann þegar ekki er verið að bíða eftir því. Líkt og hlaup úr henni hafa gert. Enginn bjóst við hlaupum 1955 og 1999. Þau komu samt og sigkatlar mynduðust uppi á jöklinum.
En þó að Katla blundi getur hún komið hvenær sem er. Skást ef gýs í Kötlu að hausti eins og allmörg Kötlugos hafa orðið.
mbl.is Harður jarðskjálfti í Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er skipulagið?

Eru ekki svona framkvæmdir tengdar grunnhönnun þess sem byggt er við? Þó að ekki sé um viðbyggingu að ræða er þesi framkvæmd á lóð þeirrar hönnunar sem byggja á nú við.
Einhvern veginn er ég viss um að ekki var gertt ráð fyrir þessari framkvæmd þegar núverandi Skálholtskirkja var teiknuð. Það hlýtur að vera til skipulag af lóðinni sem Skálholtskirkja stendur núna á. Óneitanlega væri gaman að sjá þann skipulagsuppdrátt.
mbl.is Þorláksbúðarfélagið fékk byggingarleyfi síðasta föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

????????

Hverju er í rauninni verið að mótmæla. Búsáhöldin eru inni í geymslu. Líka tjöldin. Veit ekki, skil ekki.
mbl.is Tjöldin komin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álíka klókt og Írak innrásin.

Er það ekki álíka viskuleg aðgerð eins og þegar Bússinn réðst inn í Írak með stuðningi vanvitugra þjóða?
mbl.is Mistök að ráðast á Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna er réttur leiðtogi.

Þrátt fyrir það að ég sé ekki sjálfstæðismaður þykir mér Hanna Birna vera á allann hátt betri kostur en Engeyingurinn Bjarni Benediktsson. Hanna Birna er þokkalega ákveðin, rökföst og hefur ekki fiskað í gruggugu vatni eins og Bjarni hefur gert. Hún burðast heldur ekki með illa sögu með sér. Sögu sem virðist upphefja Bjarna Benediktsson í augum Davíðs Oddssonar hulduformanns sjálfstæðisflokksins.
mbl.is Hanna Birna í herferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 371204

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband