Færsluflokkur: Bloggar

Utangátta formaður.

Ég heyrði í RUV fréttunum einhver brot af ræðu Bjarna.
Miðað við að heyra þessi brot held ég að hann hafi verið með bundið fyrir augun og tappa í eyrum síðustu ár. Hann ræddi um að vinna verði að sköpun verðmæta og eflingu markaðarinns.
Ég held að hann hafi ekki verið meðvitaður um það sem hefur gest á Íslandi undanfarið.
Alla vega hefur hann ekki vitað um búðina sem var opnuð í Smáralindinni um síðustu helgi. Búð þar sem algert neyslufyllerí varð. Svo mikið neyslufyllerí að loka varð búðinni í knappa viku til að fylla aftur í hillurnar.
Þeir sem komust ekki í Lindex gátu reynt að komast í tívolíið í enda Smáralindarinnar.
Opnunartraffíkin minnti mig á traffíkina sem var í Toys R us. Biðraðir um planið og hringinn í kringum Mc Donalds.
mbl.is Verðum að skapa ný verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkur vantar ekki svona eftirmynd.

Hver er tilgangurinn í því að þjóð á horriminni fari að gera eftirmynd af kirkju frá miðöldum. Það er álíka stórt verk fyrir Íslendinga og Gaudi kirkjan í Barselóna.
Við byggðum síðast stóra Hallgrímskirkju á Skólavörðuholtinu. Hún er tilvalin fyrir nemendur Tækniskólans til að sjá hvernig eigi ekki að steypa hús. Byggingin er eitt vandamál og hún var alls ekki vígð, þegar viðhald hófst á henni.
Rerglulega eru vinnupallar utan á henni. Með því er hún atvinnuskapandi. En miðað við þá vinnu sem hefur þurft að leggja í hana og alla þá vinnu sem á eftir að gera til að Hallgrímskirkja verði boðleg væri réttast að hún yrði rifin og ný byggð í staðinn. Kirkja án alkalískemmda og þess að steypan verði bleytt til að koma henni undir gluggana.
Fyrir fátæka þjóð er ekki rétt að fara út í það að gera eftirmynd af miðaldakirkju. Timburkirkju sem kallar á mikið viðhald til að hún standi veðurlagið í Skálholti.
Þá er engin þörf á því að gera eftirmynd af þessari kirkju. Eftirmynd kirkju frá siðbótinni 1541 í Skálholti eða kirkju sem var reist fyrir konungdóminn.
mbl.is Miðaldakirkja rísi í Skálholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta fer strax í burtu.

Að krota með krítum er það sem maður gerir með barnabarninu sínu. Málar dýrar myndir sem rigna í burtu í næstu rigningu.
Ótrúlegt að það þurfi andlegt ofbeldi við þetta. Skaðinn er enginn og veðurguðirnir hjálpa við þrifin.
http://www.flickr.com/photos/elisabethastros/6088553647/in/photostream
mbl.is Krotað á veggi þinghússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nigella verður að fara með gát.

Það eru svik við áhorfendur ef Nigella fer að ganga á sinn snotra líkama. Þættir hennar eru góðir fyrir augu og maga.
mbl.is Nigella léttist og léttist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk sparaði fyrir Lindex

Voru svona margir að spara fyrir Lindex? Alla vega er verslunin nú lokuð fram á næstu helgi. Hún er lokuð vegna vöruskorts. Eitthvað sem stefnt er að úrbótum fyrir helgina.
mbl.is Minnkandi sala á fötum og skóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálfti 3,8 á Kötlusvæðinu.

Hellings líf virðist nú vera í Kötluöskjunni. Skjálftar 3,2 og annar 3,8. Það er stór skjálfti á þessum stað.

ólína var ekki í sambandi.

Hún Ólína sem gefur sig út fyrir að vera í björgunarsveit hafði ekki hugmynd um þetta skilti.
mbl.is Varúðarskilti er við Sólheimajökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna?

Hafa þingmenn slæma samvisku. Alls ekki er hægt að vera að agnúast út í þessi friðsamlegu mótmæli. Hér er hægt að sjá mótmælendur: http://www.flickr.com/photos/njordur/6323320782/in/photostream
mbl.is Tjöldin ekki til prýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugavert viðtal við Sigurbjörn biskup.

Hér er góð grein. Viðtal við Sigurbjörn Einarsson biskup frá 24. október 2004. http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=786827 Þarna lýsir hann upplifun sínu á Kötlugosinu 12. október 1918. Sigurbjörn biskup var þá ungur drengur á Háu-Kotey í Meðallandinu. Sveit sem að hlaupið fór hjá þegar það kom í Hólmsá og þaðan niður í Kúðafljót sem rennur til sjávar milli Meðallands og Álftavers.
Fram kemur gæfan sem var yfir mönnum að hafa ekki verið á Mýrdalssandi vegna tunnuleysis í sláturhúsinu í Vík. Tunnuleysi sem varð til þess að ekki var hægt að slagta fé og salta kjötið niður í tunnur.
Fyrir áhugasama er þetta viðtal við Sigurbjörn biskup greinargóð lýsing á lífinu í Meðallandinu þegar Katla kom 1918.

Hann blæsmar.

Á Berlusconi hangir nú lostakústur tilbúinn að sinna ítalskri kvennþjóð.
mbl.is Berlusconi segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 371204

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband