Skipulag með göngum undir Reynisfjall samþykkt.

Ánægjulegt að á fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps 20. október sl. voru samþykkt drög að aðalskipulagi Mýrdalshrepps þar sem ákveðið var að færa veg 1 sunnar en hann er nú á og jafnframt því að gera jarðgöng undir Reynisfjall. Og að leggja þjóðveginn frá Reynisfjalli á láglendinu og tengja hann inn á núverandi þjóðveg nálægt Skeiðflöt. Í samþykkt Sveitarstjórn segir: ´Meirihluti sveitarstjórnar leggur áherslu á að það var að ósk ráðgjafa við gerð aðalskipulagsins að komið var á fót matsteymi til að vinna að mati á umhverfisáhrifum vegna nýrrar veglínu um Mýrdal. Lögð var áhersla á að í matsteyminu sætu menn með staðarþekkingu á svæðinu ásamt sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum náttúruvísinda. Matsteymið hafði engu hlutverki að gegna í samráðsferlinu og fjallaði á engan hátt um eignarhald á landi. Vinna matsteymisins er eins og kemur fram í umhverfisskýrslunni bæði fagleg og vel unnin.´ Fundargerð meirihluta sveitarstjórnar Mýrdalshrepps.
Þetta er sannarlega góð ákvörðun sem þýðir að færa á þjóðveginn frá þeirri snjóakistu sem hann getur verið í innan við Vík í Mýrdal.
Þetta eru vegabætur sem að gera veginn allt frá Fjarðarheiði innan við Reyðarfjörð að veginum yfir Hellisheiði láglendisveg. Þessi breyting auðveldar alla flutninga um landið. Við verðum að viðurtkenna og horfast í augu við að flutningar eru í dag framkvæmdir með vörubílum. Strandsiglingar eru ekki lengur umhverfis landið.Til þess að mæta þeim breytingum verður að tryggja öryggi þeirra sem eru á ferðinni eftir þjóðvegunum. Jarðgöng undir Reynisfjall og vegagerð frá göngunum er mikilvægur þáttur í auknu öryggi á vegum landsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 370461

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband