Færsluflokkur: Bloggar

Íslenska vorið spennandi.

Fyrir landið, fyrir þjóðina og fyrir okkur öll er gott að geta fundið nýjan forseta og kosið nýjan forseta Íslands.
Það er tímabært fyrir íslenska þjóð að takast á við það verkefni að velja sér forseta. Mýgrútur er til af fólki sem er hæft í embættið. Reyndla og þekking þessa fólks á eftir að skila íslensku þjóðinni miklu.
Ég horfi til Rögnu Árnadóttur í embættið. Reyndar horfi ég einnig fast til Salvarar Nordal. Hvor þeirra er ofar hjá mér geri ég ekki upp við mig fyrr en valið kemur í ljós.
mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upprifjun.

http://www.flickr.com/photos/njordur/sets/72157628648724785/ Myndir frá Múlakvísl.

Vetrarveður rifjast upp.

Þetta fer að rifja upp veturna í Víkinni hér áður fyrr. Milli jóla og nýárs varð oft þreifandi ösku bylur. Allt fór á svartakaf. Búa varð sig út til að koma hrossunum á hús, því þau höfðu haft það gott úti við fram að jólum. Vegir urðu ófærir og fá varð stundum jarðýtur til að ryðja þá.

Þjóðvegirnir í Mýrdalnum voru oft meira og minna ófærir yfir veturinn. Einu sinni man ég eftir því að snjóblásari var fenginn til að gera fært á þorrablótið á Eyarlandi sem er haldið var um 20. febrúar. 

Skaflarnir sem hlóðust upp voru gríðarþykkir. Hægt að gera heilann heim snjóhúsa í þeim. Stundum varð svo mikil snjósöfnun í Sveitinni að moka varð af þökum til að koma í veg fyrir að þau gæfu sig undan snjóþunganum.  Ég man eftir hvað það gat hlaðist mikill snjór í brekkurnar vestur á móti neðan við Fossbæina. Þykkar fannir sem hlóðust upp í snjókomunni og norðaustan áttinni sem fylgdi. Stundum varð að fá snjósleða til hjálpar fyrir mjólkurbændur og stærri tæki til að koma mjólkinni í veg fyrir mjólkurbílana. Þá kom sér vel fyrir bændur að eiga mjólkurbrúsa.

Í Mýrdalnum er snjóflóðahætta þó nokkur. Bæði hafa snjóflóð fallið á íbúðarhús  og yfir gripahús. Hann er eitt mesta hættusvæði landsins vegna snjóflóða og snjóþyngsla. Til þessara hluta verður víða að taka tillit til í hönnun burðarvirkja húsa.

Þessi snjóþyngsli rifja upp hversu mikill snjór safnast á veginn innan við Víkina. Hann gerir hann illfærann og fljúgandi hálann í dalnum sem vegurinn liggur eftir. Hann nær inn fyrir Reynisfjallið og niður Gatnabrún. Þetta er ekki sísta ástæðan fyrir því að láglendisvegur í göngum undir Reynisfjall og eftir lægra og snjóléttara vegarstæði er nauðsynlegur. 

 

 


mbl.is Þungfært við Vík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjuóskir

Gleðileg jól blogglesarar. Eigið þið öll friðsæla og góða hátíð.

Útrás Íslendinga er fyrir bí. Nú er innrás Dana hafin að nýju.

Lag Húsasmiðjunnar dönsku: http://www.youtube.com/watch?v=sEg7jqtHpH8&feature=related
mbl.is Bygma kaupir Húsasmiðjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukinn skatt á sykurinn.

Vissulega er neftóbakið engin hollustuvara. Ekki heldur allur sykurinn sem við neytum og kaupum í sælgæti. bökunarvörum eða það sem er alvarlegast. Allur sykurinn sem er í mjólkurvörunum sem við ölum börnin okkar á.
En ágæta Siv. Snuffið er selt víða um heim. Þó að það sé bannað hér á landi á eru allmargir með það í vösum þegar komið er heim frá útlandinu.
Íslenska neftóbakið er prýðisvara. Bestu nefdroparnir ef nefið er hálffullt af kvefi. Neysla þess er bundin þeim sem taka það inn. Hvort sem það fer í nef eða vör. Neytendurnir ráða því. En við eigum að vita um óhollustu þess og afleiðingarnar af því að taka það.
Ef löggjafinn telur að það sé þörf á að láta okkur greiða samfélaginu aukna skatta með óhollustunni eru það útgjöld neytenda sem væntanlega skila sér í bættri þjónustu. En við sem fáum okkur í nefið erum þó neitendur vegna þessara auknu útgjalda.
mbl.is Neftóbak á vitlausum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólagjöf?

Jólagjöfin nú í ár ekki metin er til fjár.
Tvímælalaust væri góð kaupmáttaraukning falin í afnámi verðtryggingarinnar. Skattur sem að ekki var reiknað með áður en hún kom flæðandi. Langt umfram launaþróun,
mbl.is Íbúðalán hækka um 3-4 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni og aðrir fylgismenn Ólafs Ragnars dansa stríðsdans.

Bjarni Benediktsson og aðrir pólitíkusar sem stóðu á bak við forseta Íslands þegar hann hafði ekki kjark til að skrifa undir lög Alþingis og sendi þjóðinni þau til að greiða atkvæði um. Hljóta að vera himinlifandi yfir því að það á að fara með málið fyrir dóm. Dómstóll og dómsmál sem að ekki var reiknað með þegar fólk flykktist á kjörstaði í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þær raddir sem að heyrðust fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna virðast ansi margar hafa verið réttar.En forsetinn með Fálkaorðurnar í vasanum vildi láta þjóðina greiða atkvæði um mál sem að var samþykkt af Alþingi með auknum meirihluta.
mbl.is Stefnan að hluta pólitísk skilaboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný brú til bóta.

Jákvætt er að byggja eigi nyja brú yfir Ölvesá. Þá verður ekki Austurvegurinn á Selfossi hringvegur lengur og umferðin sem er mikil á núverandi brú.

Ég hef sagt það áður að tengiveg frá Selfossi niður í Þorlákshöfn eigi að gera þar sem Votmúlavegurinn er í dag. Með því verður enginn umferð lengur um Selfossbæ.

Núverandi brú er ekki lengur þyggð í þeirri breidd að hún geti verið helsta umferðaræðin. Jákvætt er að gera eigi tvíbreiðan veg á milli Selfoss og Hveragerðis. Einnig þarft að breikka leiðina yfir Hellisheiði.


mbl.is Ný brú yfir Ölfusá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurt er.

Hækkun í Flóanum. Baráttan gegn hækkunum á landsvísu hefur skilað sér í Árborgina.
Hvar er vatnagarðurinn sem átti að byggja við borholurnar í Laugadælalandinu?
Hvar er nýja sundlaugin sem að átti að byggja fyrir sundglaða sunnlendinga?
mbl.is 12,5% hækkun hjá Selfossveitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband