Færsluflokkur: Bloggar

Kostnaðinn verður að minnka.

Jón frá Hólum hefur upp harmagrát yfir lokunum útibía Landsbannkans. Bíddu. Hafði Jón uppi harmagrát þegar ákveðið var að loka sjúkrahúsum um allt land?
Jón ásamt öðrum verður að horfast í augu við breytta tíma í þjónustu bankanna. Í dag fer ég í banka mjög sjaldan til að fá mér sæmilegt kaffi. Alla bankaþjónustu geri ég í netbankanum og hringi ef ég þarf frekari hjálp.
Það er vissulega sárt þegar bankinn ákveður að loka útibúum. En það er ekki hægt að sætta sig við það að bankar landsins haldi fólki á launum ef engin þörf er á því.
Jón frá Hólum getur horft á bjartari tíma þegar Ísland verður komið í ESB.

mbl.is Þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Könnunarfylgi Ólafs er tímabundið.

Þessi niðurstaða könnunarinnar er lituð af því að Ólafur efur átt einleik í framboðinu á meðan Þóra eignaðist dóttur sína. Svona mikil breyting á afstöðu fólks er ekki tengd því að einhver frambjóðandi hafi komið með nýja stefnu í framboði sínu. Fólk hefur talað um Ólaf sem rödd þjóðarinnar. Með því að túlka verk hans á þann hátt er fólk að mynda djúpa gjá milli forsetans og hluta þjóðarinnar.
Ég sé ekki annað en að Ólafur Ragnar sé að fá tímabundið samúðarfylgi samkvæmt niðurstöðu þessarar könnunar. Framboð Ólafs litast mikið af því að hann segir um mótframbjóðendur sína, að þeir séu með neikvæðan áróður gagnvart sér. Þetta segir hann helst um framboð Þóru. Framboð sem hann er logandi hræddur við. Þessi neikvæði áróður sem Ólafur talar um er helst kominn frá honum sjálfum. Hann hefur verið drjúgur við að mistúlka það sem hefur komið frá þeim sem eru í framboðum gegn honum. Ólafur Ragnar hefur líka komist langt á því að túlka orð sín á annann hátt en þau komu frá honum. Ólafur Ragnar talaði loðið í áramótaávarpi sínu. þegar hann tilkynnti framboð sitt hélt hann því fram að áramótaávarpið hafi innifalið skýra ákvörðun um framboð. Ólafur sagði líka þegar hann tilkynnti framboðið að hann ætlaði að sitja í tvö ár þá væri hægt að kjósa aftur. Það hefur hann sagt að væri mistúlkun og segir eiginmann Þóru eiga stórann hlut í því.
Ég er ekki sammála því sem sumir segja að áróður stuðningsmanna Þóru hafi verið neikvæður. Ekkert hefur komið frá framboði Þóru eða stuðningsfólki hennar sem er neikvætt fyrir framboð Ólafs. Það sem málið snýst um er kosningabarátta.
Það var eitt af mörgu athygliverðu sem kom fram hjá Herdísi Þorgeirsdóttur á beinni línu DV í gær. Herdís sagði að eðlilegt væri að forseti væri í embætti tvö kjörtímabil. Fyrir mann eins og Ólaf Ragnar er gott að taka mið af því sem Herdís segir.

mbl.is Ólafur Ragnar með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur víða í móbergsfjöllum.

Þá áratugi sem ég hef komið á Dyrhólaey hafa orðið miklar breytingar á fjallinu. Það er ekki undarlegt að úr fjalli sem er úr móbergi hrynji alloft. Þetta á einnig við um Reynisfjall sem er rétt austan Dyrhólaeyjar sem er einnig móbergsfjall.
Ending móbergsins er lítil ef það er notað í hleðslur eða ef gerð eru listaverk úr því. Móbergið springur og veðrast af völdum vinds, regns og frosts.
Í móbergsfjöllunum eru djúpar sprungur í brúnunum. Þær springa stundum og stórar bergfyllur hrynja eins og á lágey Dyrhólaeyjar í dag. Mér er minnisstæð stóra bergskriðan sem féll 1. apríl ég held 1992 úr Reynisfjalli.
Skriðan féll niður í óbyggt svæði yfir gamla skriðu og niður í Bolabás og umhverfis Klakk sem stendur fram í sjó. Eftir að skriðan féll var hægt að ganga framan við Reynisfjall.
Svonalagaðar sprungur eru líka í brúnum Dyrhólaeyjar. Þar hafa fallið stórar skriður niður á fjörurnar og sandinn sem er umhverfis Dyrhólaey.
Það verður því að setja upp varúðarskilti á Dyrhólaey og Reynisfjalli sem eru á nokkrum tungumálum og segja fólki að fara ekki fram á brúnirnar.
Landið þarna er ekki gamalt og er ekki heldur gert úr öruggri bergtegund. Því verður fólk sem ekki er kunnugt aðstæðum að fá viðvaranir eins og eru í Reynisfjöru vegna hættu sjávarins og á jöklunum.
mbl.is Hamfaraskriða við Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegar klettabrúnir

Þvílík heppni að fólk lifði fallið af. Nú kom sér vel að Glópaskarð var komið. Hægt var að nota það til að komast niður á Kirkjufjöru til að bjarga fólkinu.
Þetta slys sýnir enn og aftur að rétt er að girða af bjargbrúnirnar á Dyrhólaey. Þessir móbergsklettar sem brún eyjarinnar mynda eru deigir og úr þeim hrynur reglulega.
Enn og aftur sér fólk að vissara er að fylgst sé með fólki. Viðvörunarskilti um hættur á brúnum Dyrhólaeyjar eru nauðsynleg.
mbl.is Slys í Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfnun þróunarinnar?

Ég hef ekki skilning á því hvers vegna þessi tillaga kemur fram. Margoft hefur verið sagt frá því að samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður settur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá geta kjósendur samþykkt eða hafnað því sem samningurinn inniheldur. Aðild Íslands að Evrópusambandinu verður ekki fullgild fyrr en þjóðin hefur samþykkt hana.
Þessi tillaga sem nú kemur fram er líkust því að fólk vilji leggja á flótta undan þeim samningi sem verið er að vinna að. Er það sem hefur komið fram í drögum samnings svo jákvætt að eina leiðin sé að draga inn lappir og haus líkt og skjaldbaka og loka með því á framtíð Íslands?
mbl.is Atkvæðagreiðslan öllum í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágt og umfangsmikið.

Góð framtakssemi og uppbyggjandi. Eitt er það sem ég ekki skil. Það er að hafa þessa byggingu svona lága sem þýðir að það verður að fórna allstóru svæði undir hana ef reksturinn gengur vel, sem vonandi er að hann geri. Þarf að byggja við húsið sem þýðir að enn meira svæði þarf undir bygginguna. Í skipulaginu hlýtur og á að setja inn stækkunarmöguleika.
Það er aumt á svona stað að byggingin þurfi að taka svona mikið pláss á bæjarstæðinu. Hús sem væri tveim hæðum hærra þyrfti miklu minni lóð og yrði í leiðinni táknmynd.
mbl.is 1,2 milljarða fjárfesting á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhugar að fara í mál við sjálfan sig.

Mýrdalshreppur er semsagt að íhuga að fara í mál við sig. Eitt svonefndra Vesturhúsa eru Vestri Dyrhólar. Vestur Dyrhólar eru í eigu Mýrdalshrepps. Áður Dyrhólahrepp. Annars hreppana sem ásamt Hvammshreppi sameinuðust í Mýrdalshrepp.
mbl.is Telja gróflega á sér brotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég lenti í þessu,

Sá þessa frétt af sprengingu Sodastream tækisins.
Eitt sinn átti ég sams konar tæki sem sprakk hjá syni mínum er hann var að stríma. Sem betur fer var litla systir hanns bak við hann því annars hefði tækið sundrast á hana. Sonur minn slapp ótrúlega vel en það var ekki heill hlutur úr strímvélinni. Allt var í maski en fólkið slapp sem betur fer.
mbl.is Slasaðist við Sodastream-gerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mislæg gatnamót á Bláfjallaveg.

Ég skil ekki hvers vegna voru ekki gerð mislæg gatnamót þar sem Bláfjallavegurinn tengist þjóðveginum á Sandskeiði.
Þegar fólk fer á skíði í Bláfjöllum er fullt af fólki þar og mikil umferð til og frá skíðasvæðinu. Vegurinn er þá bæði háll og þakinn snjó og ís. Litla veðurbreytingu þarf að gera til þess að skyggnið verði vont.
Eins og gatnamótin eru núna getur verið erfitt að komast yfir á akreinina sem er hinum megin á veginum. Þá getur verið hentugast og öruggast að keyra upp að mislægu Þorlákshafnar vegamótunum eða upp að litlu Kaffistofu.
Þetta er óþarfa krókur sem getur orðið varasamur í slæmu skyggni, hálku og fannfergi.
mbl.is Framkvæmdir á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband