Færsluflokkur: Bloggar

Aðrir staðir eru mun framar

Virkjun á þessu svæði finnst mér að ekki eigi að koma. Landið er fagurt og frítt og það er ekki síst í efri byggðum Vestur Skaftafellssýslu. Hver er ástæða þess að ætla að fara að reisa virkjun á þessu svæði. Svæði sem ekki er nein orkufrek starfssemi á svo að ljóst er að hvert vatt sem framleiða á í virkjununum fer eftir línum í aðra landsfjórðunga.
Það sem ég vil að sé í forgang varðandi vatnsvirkjanir á Íslandi eru virkjanir í neðri hluta þjórsár. Virkjanir sem nýta þá miðlun sem fyrir er á Þjórs- og Tungnársvæðinu. Í þjórsá er rétt að gera rennslisvirkjanir sem nýta þá miðlun sem búið er að gera í ánum.
Það eru nokkrir möguleikar sem bjóða upp á virkjanir aðrir en að ætla að gera virkjanir í Eldsveitunum í Skaftárhreppi.
mbl.is Óðs manns æði að virkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt á Dyrhólaey.

Það er virkilega ánægjulegt að þessar framkvæmdir séu á döfinni á Dyrhólaey. Bæði á Háey og Lágey. Verst er að ummerki mannanna verða eilíf í Afglapaskarðinu á Lágeynni.
En það er ánægjulegt að á Dyrhólaey geti fólk gengið örna sinna þegar þangað er komið annars staðar en bak við steinana. Dyrhólaey er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á suðurlandi utan gullna hringsins.
En eitt vil ég fá að vita: Á að vernda áfram kolluna einu sem var í fyrra á Dyrhólaey eða á Dyrhólaey að verða öllum opin yfir sumarið?
mbl.is Fimm milljónir króna í Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓRÉTTLÁTT

Öfugþróun á Íslandi! http://www.vb.is/frettir/5688/?q=eldsneytisverð
mbl.is Lítrinn á 268,40
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á forsetinn ekki að svara því sem hann og Geir ákváðu?

Ólafur Ragnar ætti skilyrðislaust að vera eitt vitnana og svara fyrir það sem embætti forseta þarf að greina frá. Miðað við alla þá sem eru fengnir í vitnastúkuna. Ætti hann að vera á meðal samverkamanna sinna íslensku þjóðlífi á þeim tíma sem Geir Haarde var forsætisráðherra og hann forsetinn tóku væntanlega ákvarðanir í samráði.
Ólafur Ragnar sem lætur nú eins og íslenskt þjóðlíf og íslensk framtíð sé undir honum komin ætti að nú að vitna í Landsdómi og segja frá því sem mönnum dettur í hug að fá svör hanns við í máli Geirs H.
mbl.is Geir gerði það sem hann gat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti framtíðar Íslands.

Fyrir Íslendinga verður Stefán Jón góður kostur. Maður sem ekki kemur beint úr pólitókinni og gyrðir sig upp til að fara í forsetajosningar.
Stefán Jón hefur unnið gott og merkilegt starf í Malaví undanfarið. Meðal annars gerir það hann enn hæfari til að verða víðsýnn forseti Íslands
mbl.is Útilokar ekki forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Möðruvellingarnir komu Ólafi að!

Ólafur Ragnar spilar út spilunum sem Möðruvellingarnir gáfu með hanns samþykki með að safna frekar fáum undirskriftum til að láta hann sitja áfram í embætti.
Ég bara spyr hvað veldur því að farið er að safna undirskriftum til að láta útrásarkónginn sitja áfram í embætti? Það hefur vissulega áhrif að þeir sem söfnuðu undirskriftunum halda að áframhaldandi seta ÓRG verði vopn þeirra í baráttunni við inngöngu Íslands í ESB.
Hann hefur talað um það líkt og annað í íslenskri pólitík með sínum eigin áherslum.
En sama á við um hann og kanadíska sendiherrann hann á ekki erindi upp á dekk að ræða sínar eigin skoðanir á því sem stjórnmálamenn og konur fjalla um og samþykkja.
mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumsýn Framsóknarmanna.

Draumur Framsóknarmanna virðist vera byggður á sandi. Framsóknarmenn sáu leið út úr evrópska hagkerfinu með því að mæra Kanadadollarinn fyrir sínu fólki.
Hversu mikið sem ágæti kanadíska gjaldmiðilsins er sé ég ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar eigi að taka hann upp. Þá geta Íslendingar allt eins tekið upp galdmiðil Botsvana. Viðskipti Íslands við Botsvana eru svipuð og viðskipti Íslendinga eru við Kanada.
Framsóknarmenn reyna að þyrla ryki vona sinna í augu síns fólks til að sýna því hvaða kosti við eigum aðra en Evruna.
mbl.is Bannað að flytja ræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fannst vel á Völlunum.

Enn var ég vakandi þegar fyrsti skjálftinn sem fannst kom. Stærðin var 3,2 stig 00:29. Aðrir komu seinna um nóttina sem ég fann ekki fyrir enda sofandi. Þeir voru heldur stærri svo að þeir fundust vel af vakandi fólki. Skjálftar af svipaðri srærð voru á sama tíma í nótt út af Gjögurtá í mynni Eyjafjarðar.
Svona hreyfingar eins og urðu í nótt finnast mér óþægilegar. Þó að ég hafi upplifað miklu stærri atburði 17. júní 2000 og á sólstöðunum stuttu seinna sama sumar verður maður svo óviðbúin þeim þegar skjálftarnir finnast. Bjargarleysið verður líka algert.
En það er hluti af þessu öllu saman að finna hjartslátt jarðarinnar öðru hvoru þegar maður á heima stutt frá upptökunum.
mbl.is Fáir eftirskjálftar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Super snell.

Jákvætt hvað Þjóðverjar eru fljótir að finna forseta. Ekkert mál, enda eru eflaust margir í Þýskalandi sem geta tekið að sér þetta embætti sem er álíka valdalaust og embætti forseta Íslands er.
mbl.is Gauck verður forseti Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband