Hættur víða í móbergsfjöllum.

Þá áratugi sem ég hef komið á Dyrhólaey hafa orðið miklar breytingar á fjallinu. Það er ekki undarlegt að úr fjalli sem er úr móbergi hrynji alloft. Þetta á einnig við um Reynisfjall sem er rétt austan Dyrhólaeyjar sem er einnig móbergsfjall.
Ending móbergsins er lítil ef það er notað í hleðslur eða ef gerð eru listaverk úr því. Móbergið springur og veðrast af völdum vinds, regns og frosts.
Í móbergsfjöllunum eru djúpar sprungur í brúnunum. Þær springa stundum og stórar bergfyllur hrynja eins og á lágey Dyrhólaeyjar í dag. Mér er minnisstæð stóra bergskriðan sem féll 1. apríl ég held 1992 úr Reynisfjalli.
Skriðan féll niður í óbyggt svæði yfir gamla skriðu og niður í Bolabás og umhverfis Klakk sem stendur fram í sjó. Eftir að skriðan féll var hægt að ganga framan við Reynisfjall.
Svonalagaðar sprungur eru líka í brúnum Dyrhólaeyjar. Þar hafa fallið stórar skriður niður á fjörurnar og sandinn sem er umhverfis Dyrhólaey.
Það verður því að setja upp varúðarskilti á Dyrhólaey og Reynisfjalli sem eru á nokkrum tungumálum og segja fólki að fara ekki fram á brúnirnar.
Landið þarna er ekki gamalt og er ekki heldur gert úr öruggri bergtegund. Því verður fólk sem ekki er kunnugt aðstæðum að fá viðvaranir eins og eru í Reynisfjöru vegna hættu sjávarins og á jöklunum.
mbl.is Hamfaraskriða við Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir um 20 árum féll niður sneið af Dyrhólaey rétt sunnan vitans. Sjá má að hleðslur enda á bjargbrún og halda áfram handar brotsins.

Þessa varhugaverðu staði verður að sívakta þannig að ef ástæða er til að tálma og takmarka för um þá. Áberandi aðvörunarskilti verður að setja upp við bílastæði og helst á nokkrum  tungumálum þar sem varað er við augljósum hættum og að för sé á eigin ábyrgð.

Eg hefi verið í ferðaþjónustu síðastliðin 20 sumur og hef alltaf lagt ríka áherslu á að allir sýni fyllstu varkárni enda leynast hættur víða og ekki alltaf varað við þeim. Útlendingar átta sig ekki á hvað merkingum er víða áfátt og jafnvel engar þó hættur séu augljósar.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2012 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband