Skrípalæti Dorritar.

Ég skynja ekki tilganginn í þessari sýndarkvennsku Dorritar. Það er ekki í verkahring forsetafrúarinnar að klifra yfir girðingu og skoppa með mótmælendum.

Vissulega eiga þessi mótmæli fullann rétt á sér. En mér þykir vatna undan mótmælunum þegar forsetafrúin notar þau til sýndarmennsku.

Sýna einhverja framkomu sem hvorki er henni eða embætti forsetanns til framdráttar. Þessi skrípaleikur Dorritar er til einskis nema að sýna okkur hinum hve þarflaust embætti Forseta Íslands er.


mbl.is Forsetafrúin kyssti mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er líka hægt að skoða hina hliðina. Hún gæti hafa farið yfir og róað aðeins þá sem vildu vera verstir. Stundum er betra að fara til óróaseggja en að láta þá koma jafnvel enn æstari til mans.

Þetta hef ég reynslu af sem dyravörður og öryggisvörður...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 1.10.2011 kl. 17:51

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hún er víst gefin fyrir drama þessi dama...

hilmar jónsson, 1.10.2011 kl. 18:19

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Stundum er betra að hafa smá "drama" en "ama" Hilmar, þú getur tekið það til þín ef þú vilt... :)

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 1.10.2011 kl. 18:43

4 Smámynd: Njörður Helgason

Er þá embætti forsetafrúarinnar öllum til angurs og ama?

Njörður Helgason, 1.10.2011 kl. 18:45

5 identicon

Hún er yndisleg, hefur þann góða eiginleika að geta talað bæði háa sem lága  annað en sum snobb hænsnin á okkar óvirðulega alþingi

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 18:51

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Það þarf lítið til að gleðja suma.

Það hefði sennilega ekkert vakið minni hrifningu ef Birgir Ármannsson hefði farið í jakkavasann og boðið mótmælendum smartís.

Þetta er sjúk þjóð. Sjúk af ósjálfstæði, minnimáttarkennd og innsæisleysi.

hilmar jónsson, 1.10.2011 kl. 19:11

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég fór á staðin til sína þeim sem minnst mega sín samtöðu,  Það voru alli reiðir en samt mjög rólegir.  Nokkur voru með egg og nokkri blys.  Aðrir púuðu og stoppuð niður fótum.  Hræsnarnir sem vita allt betur sátu heima.   Það er stórhluti sem á ekki einu sinn bíl til að nýta sér afskriftir og 30% þjóðarinnar búa ekki í of dýru húsnæði , þetta fólk sem betur fer á  flest ættingja og vini.  

Júlíus Björnsson, 1.10.2011 kl. 19:33

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvað er í "verkahring forsetafrúarinnar"? Að sitja pen, brosa og segja já elskan?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún blandar geði við almenning. Mér fannst þetta flott hjá henni.

Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 20:47

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Haraldi og fleirum hér.  Dorrit er perla og slæmt þegar menn gera henni upp sýndarmennsku, og eru með hatursfull skrif um hana.  Það segir meira um viðkomandi en hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 19:37

10 Smámynd: Njörður Helgason

Lestu! Það hefur ekki nokkur maður skrifað hatursfull ummæli hér.

Njörður Helgason, 2.10.2011 kl. 20:24

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég talaði reyndar hvergi um haturfull skrif hér á þessari síðu, en um meinta sýndarmennsku.  Ég hef lesið ýmis ljót orð um þessa konu og mann hennar af sumum aðilum hér á öðrum stöðum.  Kann alveg að lesa, og líka á milli línanna Njörður.  Það er nefnilega svo að það er ekki endilega það sem maður segir, heldur hvernig maður segir það og í hvaða samhengi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 20:32

12 Smámynd: Njörður Helgason

Hvorki skrifa ég eða segi hluti nema beint.

Njörður Helgason, 2.10.2011 kl. 21:25

13 identicon

Mér finnst það skondið þegar fólk kýs að láta þetta fara í taugarnar á sér.  Hún er gagnrýnd fyrir að vera með fólkinu og sennilega hefði hún verið gagnrýnd ef hún hefði ekki gert það.  Þetta var bara flott hjá henni.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 21:25

14 identicon

Komið þið sæl; Njörður frændi - og aðrir gestir, þínir !

Njörður minn !

Ekki; ekki eitt einasta andartak, virðist þér takast, að krafla þig upp úr flokks eðjunni, á hverju; sem gengur.

Ætli; hin ágæta Dorrit, sé ekki álíka háskaleg Íslendingum - eins og Al- Kaída, Suðurskautslandinu, frændi minn, góður ?

Farðu svo; að sótthreinsa af þér máðan flokkslitinn, Njörður minn.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 370462

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband