Færsluflokkur: Bloggar
28.6.2011 | 21:23
Ekki óvænt.
![]() |
Loka í Kauptúni og segja upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2011 | 11:30
Til hamingju Ísland!
Ánægjulegt er að formlegar aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið séu hafnar. Viðræður sem mjög líklega ganga fljótt og vel. Við íslendingar erum á þröskuldi aðildar að ESB. Með EES aðildinni erum við að taka upp flest lög og reglur ESB. Við tökum þau í lagaumhverfi okkar. Með EES samningnum setjum við þau inn í okkar lög án andstöðu. Þegar Ísland verður þjóð í Evrópusambandinu tökum við þátt í lagasetningunni. Samþykkjum lög og höfnum þeim. Við verðum alvöru aðildarland. Í dag höfum við hvorki málfrelsi eða tillögurétt innan ESB.
Með aðild verður Ísland þjóð meðal þjóðanna í sömu heimsálfunni.
![]() |
Aðildarviðræður hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.6.2011 | 22:58
Skyldi hann?
![]() |
Stærsta herskip heims á leið til Líbíu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2011 | 14:19
Hækkun á landi. Ekki í hafi.
Það eru djúpir vasarnir okkar Íslendinga. Þangað er hægt að kafa endalaust eftir aurum sem standa undir auknum álögum ríkisins.Að lokum verður ekkert þar lengur nema vasaló.
Við verðum að borga meira fyrir það að fá okkur áfengan drykk. Drekka bara lindarvatn. Við verðum að borga stórar upphæðir í ríkissjóð fyrir það að setja eldsneyti á bílana okkar. Helst ekki fara lengra en upp Ártúnsbrekkuna. Nú er rætt um að skattleggja matarinnkaupin svo hressilega að við förum í Árnastofnun til að ná okkur í handrit til að tyggja.
Málið virðist vera það að leggja á okkur sem allra mestar álögur. Jú þær eru tvöfaldaðar með áhrifum hækkananna á verðtrygginguna á lánunum okkar.
![]() |
Matarskattur til skoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2011 | 10:27
Ekkert gefið eftir.
![]() |
Á Hvannadalshnjúk í hjólastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2011 | 17:08
Opna á Dyrhólaey. Það er besta leiðin!
Það er með ólíkindum þrætumálið um Dyrhólaey. Menn keppast um að verja það sem þeir kalla sitt land. En það er ekki eignaland heldur nytjaréttur sem fólk á. Dyrhólaey hefur verið lokað síðastliðna áratugi að vori og snemmsumars. Lokað er til að verja fugl sem verpir þar. Helst hefur verið talað um æðarfugl. Mér skilst að í talningu í vor hafi fundist merki um sex æðarhreiður á Eynni.
Þetta er ekki skrýtið því að með lokun eyjarinnar hafa minkar og refir átt friðað athvarf á Dyrhólaey. Umferð fólks um Eynna hélt varginum frá fuglinum. En með lokuninni hefur ekkert haldið varginum frá æðarhreiðrunum.
Síðan hefur komið fram ótrúleg saga um að menn séu að fara út á Dyrhólaey til þess að eyðileggja æðarhreiður. Skemma hreiðrin og fæla fuglinn frá varpsvæðinu. Þessi ásökun á fólk sem fer um Dyrhólaey er skammarleg. Skelfilegt er að vita til þess að fólk finni hjá sér þörf fyrir að saka annað fólk um að steypa undan pokafuglinum.
Ég vona að þessari lokun Dyrhólaeyjar ljúki. Eitt af því sem hefur fylgt lokuninni er að Dyrhólaey er sokkin í gras og sinu yfir vetrartímann. Því er mjög eðlilegt að Eyjan sé beitt til að sporna við ofvexti grassins. Það er líka morgunljóst að sauðfé heldur minknum og refnum frá svæðinu.
Því held ég að það sem er best gert á Dyrhólaey sé að beita hana og leyfa ferðafólki að fara um hana eftir merktum göngustígum sem eru til á skipulagi sem var gert og samþykkt fyrir allmörgum árum.
![]() |
Þinglýsa eignarhaldi á Dyrhólaey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2011 | 00:39
Góður gróandi.
![]() |
Skógur vex á Skeiðarársandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2011 | 00:00
Danska liðið það erfiðasta.
Það er jafn erfiður leikur fyrir íslenska fótboltaliðið að leika við Dani og að spila við Spánverja. Besta lið í heimi er jafnerfitt. Jafnvel auðveldara í raun réttri en danska landsliðið.
Danagrýlan vomir yfir íslenska liðinu!
![]() |
Danagrýlan lifir góðu lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2011 | 13:08
Hvað við?
VG hagar sér núna eins og þeir hafi gleymt að renna upp. Snúa sér til veggjar til að fela opna buxnaklauf.
Herinn er farinn. Eini hagurinn er að við erum í varnarbandalagi. Þar höfum við áhrif og njótum mun meira en við látum frá okkur.
Þessi NATOtillaga VG er eingöngu til að sýnast. Aðgerð sem er VG mest til minkunar.
![]() |
Átakanlegt yfirklór VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 371210
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar