Til hamingju Ísland!

Ánægjulegt er að formlegar aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið séu hafnar. Viðræður sem mjög líklega ganga fljótt og vel. Við íslendingar erum á þröskuldi aðildar að ESB. Með EES aðildinni erum við að taka upp flest lög og reglur ESB. Við tökum þau í lagaumhverfi okkar. Með EES samningnum setjum við þau inn í okkar lög án andstöðu. Þegar Ísland verður þjóð í Evrópusambandinu tökum við þátt í lagasetningunni. Samþykkjum lög og höfnum þeim. Við verðum alvöru aðildarland. Í dag höfum við hvorki málfrelsi eða tillögurétt innan ESB.

Með aðild verður Ísland þjóð meðal þjóðanna í sömu heimsálfunni.


mbl.is Aðildarviðræður hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Heldur þú virkilega að Ísland muni ráða einhverju...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.6.2011 kl. 12:41

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Íslend er og verður alltaf þjóð meðal þjóða þrátt fyrir andstöðu eða inngöngu í ESB, skiptir ekki nokkru einasta máli!?!

Garðar Valur Hallfreðsson, 27.6.2011 kl. 13:08

3 Smámynd: Njörður Helgason

Víst skiptir það máli að vera á meðal þeirra sem taka ákvarðanirnar.

 Það er meira tekið mark á Íslandi sem hluta af heildinni.

Njörður Helgason, 27.6.2011 kl. 13:27

4 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Kannski.... ég er ekki að fullu sannfærður þó.  Betra er þó að þegja um hluti sem maður hefur ekki vit á, því ætla ég að þegja  :)

Garðar Valur Hallfreðsson, 27.6.2011 kl. 13:58

5 Smámynd: Njörður Helgason

Já en margir aðrir en við tala og tala og segja ekki neitt.

Njörður Helgason, 27.6.2011 kl. 14:22

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Njörður,

Ég hef afskaplega litla trú á að íslendingar hafi mikið að segja í ESB.  Það er eitthvað rúmur hálfur milljarður manna innan vébanda ESB og þrjúhundruð þúsund manna þjóð þar á meðal verður þjóð sem tekur við skipunum.  Ég held að það að trúa einhverju öðru sé barnalegt og í raun andstætt lýðræðishugsjóninni.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.6.2011 kl. 17:43

7 Smámynd: Njörður Helgason

Arnór. Það er til saga af músinni sem öskrar. Ísland getur og verður lík henni. Lítið land sem á stóra lögsögu. Miklir hagsmunir verða fyrir Evrópubandalagið að hafa okkur með sér en á móti!

Njörður Helgason, 27.6.2011 kl. 23:04

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Njörður þú segir það sem segja þarf, miklir hagsmunir fyrir ESB að fá okkur og um það virðist þetta snúast.....

Það eru draummórar að ætla að Ísland muni hafa svo mikið hlutverk að það ráði...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.6.2011 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 370328

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband