Færsluflokkur: Bloggar

Hérinn og skjaldbakan.

Það er spurning hvort að katalónsk stjórnvöld líta á stjórn sambandsríkisins Spánar sem jafn hæga í málefnum Katalóníu eins og skjaldböku. http://www.flickr.com/photos/njordur/7818259740/in/photostream
Það er kannski ástæða þess að Gaudi lét súlur fordyris Sagrada Familia í Barcelona hvíla á skjaldbökum. Enda hefur bygging kirkjunnar tekið langann tíma. Bjartsýnustu menn líta á að henni ljúki 2040.
mbl.is Kosningar um sjálfstæði frá Spáni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölgun fræga fólksins

Frjósemi frægra kvenna er mikil eftir sumarið Blake. Talað er um ólétu Kate prinsessu og Shakira sendi skilaboð um það í gær að hún bæri barn undir belti.
A MESSAGE FROM SHAKIRA / UN MENSAJE DE SHAKIRA
As some of you may know, Gerard and I are very happy awaiting the arrival of our first baby! At this time we have decided to give priority to this unique moment in our lives and postpone all the promotional activities planned over the next few days.

This means I will not be able to be a part of the iHeartRadio Music Festival, but I’m sure this weekend in Las Vegas will be spectacular and I will be closely following everything that happens there!

I’d like to thank Clear Channel and my fans for their constant love and understanding.
Big kiss!
And will see you very soon!
Shakira


mbl.is Barn undir belti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slysagildra

Enn eitt óhappið verður á brúnni sem er yfir Stóru-Laxá í hreppum. Það er illt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að hafa verið starfsmaður við brúarsmíðina, við byggingu brúar sem er slysagildra. Við starfsmennirnir getum horft á það að við unnum samkvæmt teikningum. Ég man þó eftir því að oft var rætt við kaffiborðin hvers vegna brúin væri ekki tvíbreið.
Brúin er byggð í beygju vegarins. Mig minnir að hún sé um 120 metra löng og að beygjan á henni sé í 1800 metra radíus. Þegar brúin var byggð voru Flúðir að vaxa mikið. Nýlega var þá búið að opna límtrésverksmiðjuna og Flúðasveppir voru á ráslínunni. Auk þess er mikil gróðurhúsarækt á Flúðum og fjöldinn allur af sumarbústöðum er þar í kring. Þeim hefur fjölgað mikið eftir að nýja brúin yfir Stóru-Laxá var byggð.
Ef brúin yfir Stóru-Laxá hefði verið gerð einu eða tveim árum seinna hefði hún verið tvíbreið. Þá var nefnilega komið í reglugerð að á vegi með þetta mikla umferð ættu brýr sem byggðar væru að vera tvíbreiðar.
Það er góður möguleiki man ég að Einar Hafliðason hönnuður brúarinnar sagði við okkur sem byggðum brúna að byggja að byggja aðra við hliðina ef það þyrfti að breikka brúna.
Ég held að það sé löngu kominn tími á að gera þær framkvæmdir. Allmörg slys hafa orðið á henni, enda gerir beygjan hana blinda á milli endana, svo ökumenn keyra inn á hana frá báðum endum og sjá ekki hvorn annan.

mbl.is 44 tonn fóru næstum fram af brúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Busanir

Ég var í strætó í gær og hitti nýnema úr Versló þar, Verslinga. Þeir sögðu mér frá móttökunum í skólanum sem þeim þóttu góðar. En þeim þótti það ekki vera góð þróun að busavígslum sé hætt að öllu leyti. Ef busanirnar eru gerðar með þeim hætti að fólk meiðist ekki á sál og líkama væri allt í lagi með það að hafa þær áfram. Það væri gaman fyrir nýnema og eldri að taka þátt í þeim
mbl.is Vel tekið á móti nýnemum í Versló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kappsamur í sunnlenskum fréttum

Fyrsta frétt MHH á stöðinni var frásögn af sauðfjárslátrun. Þar ræddi hann við Mula um stöðuna og að Japanir muni vilja ketið feitt.
Gott að hafa þennann sunnlenska sagnamann á skjánum til að segja frá því sem skeður á Selfossi og víðar.
mbl.is Magnús Hlynur til 365 miðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við komum í friði!

Í förunum var kveðja frá jarðarbúum til fjarlægra íbúa geimsins. Þáverandi forseti Bandaríkjanna las kvejuna upp. Ég veit ekki hvort einhverjar geimverur hafa hlustað á kveðju Jimmy Carter hnetubónda.
mbl.is Ferðalangar í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri bænda

Þarna er tækifæri fyrir kúabændur að selja afurðir kúnna. Því heyrði maður af að kúahland hafi verið notað gegn lús áður fyrr.
Það er kannski rétt að taka það upp aftur í stað sífelldra sjampóþvotta.
mbl.is Lúsasjampó víða uppselt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur úti á túni og inni í dal.

Framkoma Ögmundar er ekki ásættanleg. Gerðir Ögmundar eru óásættanlegar. Getur launþegi sem vann eftir kjarasamningi BSRB verið sáttur við að maður sem var formaður BSRB til margra ára geri svona lagað?
mbl.is Björn Valur leggur Ögmundi línurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjföfn talning

Ekki er hægt annað en að brosa úr í annað út af þessu. Eitt af því sem ég hélt að væri gert í svona ferðum er að telja farþegana. Þetta er gert í öllum skólabílum, ferðum erlendis og ég hélt að þetta væri fastur liður í íslenskum hópferðum.


mbl.is Hafði ekki hugmynd að hennar væri leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband