Er nauðsynlegt að skjóta þá? NEI.

Heldur harmakór Íslenskra útvegsmanna að einhver björg sé í að sigla til sjávar og drepa hvali.

Ég hélt að svona löguðu hafi verið hætt þegar endi var bundinn á að fylla frystigeymlur Sambandsins af rolluketi. Nú vilja menn fara að drepa hval. Skera ket sem ekki selst og er haldið frosnu árum saman í aflögðum frystihúsum.

Sé ekki tilganginn í því að veiða hval. Afurðirnar seljast ekki. Meirihluti þjóðarinnar er andsnúin hvalveiðum. Og það er ábyrgðarhluti að senda óhaffær skip út á sjá.


mbl.is Vilja áframhaldandi hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Síðan hvenær er meirihluti þjóðarinnar á móti hvalveiðum? Hver ætlar að senda óhaffær skip á hvalveiðar? Það er lögbrot og slík skip eru umsvifalaust færð til hafnar.

Víðir Benediktsson, 31.10.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

já það er nauðsynlegt.

okkur vantar kjöt og við þurfum að grisja stofnanna.

þetta eru syndandi beljur. 

Fannar frá Rifi, 31.10.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Njörður Helgason

@Víðir. Hef ekki heyrt annað en almennt sé fólk á móti þessu.

@Fannar. Síðan hvenær hefur vantað ket? Það borðar nánast enginn þetta hvalket. Ekki skrýtið. Það er vont!

Njörður Helgason, 31.10.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hvalkjöt er það besta sem ég fæ, þá sérstaklega höfrungakjöt.  Allir mínir ættingjar borða hvalkjöt með bestu lyst sem og margir vinir mínir sem eru af erlendu bergi brotnir.

Axel Þór Kolbeinsson, 31.10.2008 kl. 17:57

5 identicon

Maður veltir óneitanlega fyrir sér mataræði þeirra sem þykir brimsalt og ólseigt kjöt góður matur...!

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:13

6 identicon

Mér langar ekki í. Ætla ekki að borða hvalket af 70 - 90 ára gömlum skepnum. Langar ekki að vita um öll efnin úr hafinu sem eru í skrokk þessara öldnu hvala.

Njörður (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 370367

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband