Öfug Keflavíkurganga.

Göngumenn í þessari göngu voru eftil vill að villast eða flýja sannleikann. Alla vega gengu þeir frá Keflavík. Hvorki með klippur eða háreysti. Þögul ganga í átt til borgarinnar. Flótti?
mbl.is Vilja samstöðu með Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll Njörður.

Það var ekki að sjá að um flótta væri að ræða hjá göngufólki, frekar var samstaðan á hreinu...

Þessi ganga verður vonandi til þess að kveikja einhver ljós í toppstykkjum ráðamanna þessa lands. Allavega virðist öfugmælastjórn Jóhönnu vera að gera allt til að hneppa fólk í skuldafjötra...

Man allavega þegar hún átti að hafa sagt "Björgum heimilunum". Það eru öfugmæli því að gjörðir hennar sýna að hún meinti "Förgum heimilunum".

Það er að sýna sig hér á Suðurnesjum að þetta er reyndin...

Ég fór í þessa göngu en það var vegna þess að beðið var um að fá fólk með sem er með fyrstu hjálpina á hreinu ef eitthvað kæmi uppá.

Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að hleypa lífi í atvinnulíf á Suðurnesjum. Ekki drepa niður þá litlu atvinnu sem hér er að fá.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 8.11.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Þannig má skilja viðhorf VG við  Kúagerðisgöngunni Suðurnesjamanna já þeir heimta víst vinnu þessir Suðurnesjamenn þvílíkur skríll selja sig fyrir atvinnu rekendur og verkalýðshreyfinguna heimta og vilja vinnu.

 Þverpólitísk Keflavíkurganga sem farin var í dag frá Vogaafleggjara klukkan hálfellefu, gengnir voru10 kílómetrar að Kúagerði þar sem samstöðufundur var haldinn klukkan tvö.

Undirbúningshópur Keflavíkurgöngunnar krefst þess að stjórnvöld gangi í takt og mæti hópnum á miðri leið. Hópurinn vill koma af stað vitundarvakningu um stöðu atvinnumála á Suðurnesja. Þar eru í dag 1600 manns án atvinnu.

Á fjórða hundrað manns tóku þátti í göngunni.

 Úr grein, Grímur Atlason:. Vinstri Grænn.

 Það að ganga frá Vogum að Kúagerði og kalla það Keflavíkurgöngu er nokkuð skrítið en látum það liggja á milli hluta. Hins vegar þykir mér merkilegt að forsvarsmenn Reykjanesbæjar o.fl. skuli ganga kröfugöngu þar sem lögð er áherslu á úrbætur í atvinnumálu á Suðurnesjum.

Kúagerðisgangan er þannig aðeins markaðstilraun þar sem markmiðið er að beina kastljósinu frá hinum raunverulegum vanda Suðurnesjamanna. Ég þakka herra mínum fyrir umhverfisráðherra sem hlustar ekki á patent bull ( Suðurnesjamanna ) . Umhverfisráðuneytið er ekki skúffa í Fasteignafélaginu Reykjanesbær!

Bæn Vinstri Græna.

Verkamaður heimski hundur,

Suðurnesja frekju mundur.

Og heimtar vinnu þig að fæða,

kaupa föt og börn þín klæða.

Þú heimtar rétt og réttlæti,

að vera virtur Íslendingur.

En allt þetta í veg eg vill koma

sem Vinstri Grænn vill ég því lofa.

Rauða Ljónið, 8.11.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Þetta var öflug ganga og hvert skref þess virði að stíga. Það var að vísu misjafnlega gott veður á leiðinni, en þó ekkert slæmt. Menn og konur á Suðurnesjum vilja einfaldlega að nýta þessi gríðarlegu tækifæri til atvinnuuppbyggingar.

Halldóra Hjaltadóttir, 8.11.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Njörður Helgason

Ekki efast ég um að fólk hafi tekið þátt í göngunni af einurð fyrir uppbyggingu atvinnulífsins syðra. Það hefði átt að láta gönguna enda við umhverfisráðuneytið. Á skiltunum hefði geta staðið: "Hvað ertu að hugsa Svanhvít"

Njörður Helgason, 9.11.2009 kl. 21:31

5 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hún heitir víst Svandís og er Svavarsdóttir... Hún má heldur betur fara að hugsa sinn gang í sínu ráðaneyti. Það hefði verið afar jákvætt hefði hún tekið þátt í göfugu göngunni okkar Suðurnesjamanna.

Halldóra Hjaltadóttir, 9.11.2009 kl. 21:41

6 Smámynd: Njörður Helgason

Já ég veit en hvíta nafnið á betur við ráðherra stöðnunar og útilokunar.

Engin dís þó að Svandís sé reyndar henna rétta nafn.

Njörður Helgason, 9.11.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband