15.7.2009 | 18:11
Miklar breytingar.
Þetta svæði er milkum breytingum háð. Nú þegar jöklar hopa jafnmikið og þeir hafa gert undanfarin ár er ekki von á öðru en breytingu á ánum.
Við erum að sjá miklar breytingar á jöklun sunnanlands og suðaustan. Sólheimajökull er orðin smávægilegur miðað það sem hann var fyrir ekki svo mörgum árum. Jökullinn náði hátt upp í Skógafjall og ófært var yfir hann í afréttinn Hvítmögu sem Sólheimingar ráku fé sitt í yfir jökulinn.
Við sjáum líka gríðarmiklar breytingar á Breiðamerkurlóni. Það er núna fullt af ísjökum eftir framhlaup jökulsins en sporður Breiðamerkurjökuls hopar stöðugt. Lónið stækkar og er nú dýpsta vatn landins. 280 metra djúpt. Landið milli sjávar og jökullónsins rýrnar líka mikið. Jökulsá grefur sig æ dýpra í farveginn. Lónið stækkar og landið þar með lónið hækkar eftir minnkun jökulfargs.
Það sem á að gera er að stífla Jökulsá og veita vatninu í farveginn sem áin Stemma rann eftir.
Sjáið greinina: Vegabætur á Breiðamerkursandi.
Skeiðará horfin í Gígjukvísl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.