Vegabætur á Breiðamerkursandi.

Reytinga á veglínunni er þörf. Náttúran breytir verki sínu.

Breiðamerkurjökull hefur breyst gríðarlega á síðustu öld. Framundir 1920 eða lengur lá jökullinn fram á ruðningunum sem eru í dag við suðurjaðar jökullónsins. Jökullinn hefur því hopað gríðarlega síðustu tæpa öldina. Fram að þeim tíma var helst farið milli Öræfa og sveitanna austanvið yfir jökul. Farin hættuleg leið yfir hann frekar en að öslast yfir jökulár sem flæmdust fram og til baka á Breiðamerkursandinum.

Eftir að jökullinn hopaði fór mestur hluti vatnsins sem frá honum rann í farveg Jökulsár á Breiðamerkursandi. Ein vatnsmesta á landsins en jafnframt sú styðsta. Lítill hluti afrennslis úr Breiðamerkurlóni rann í ána Stemmu sem er nokkuð austan við Jökulsá.

Breytingar á Jökulsá á Breiðamerkursandi..

Á Jökulsá hafa orðið talsverðar breytingar síðustu árin. Ég var að vinna við viðgerð brúarinnar yfir Jökulsá sumarið 1984. Þá var áin miklu lygnari er hún er í dag. Hún hefur líka styðst töluvert. Sjórinn grefur sífellt meira úr fjörunni. Vegna þess að lónið er í sömu hæð og sjórinn gætir flóðs og fjöru í því. Því grefur einnig úr jöðrum lónsins sjálfs. Lónið er hyldjúpt sem sést best á því að 1/10 ísjakanna sem á því eru stendur upp úr vatninu sem er allt að 100 metra djúpt.

Nú á síðustu árum hefur Breiðamerkurjökull hopað líkt og flestir jöklar landsins. Þetta ásamt því hvað sjórinn brýtur af ströndinni fyrir sunnan jökulinn hefur vakið upp áhyggjur af stöðu vegarns yfir sandinn. Vegur yfir Breiðamerkursand sem var lokið með byggingu brúarinnar yfir Jökulsá 1967. Það hafa verið gerðar tilraunir með að setja grjót í farveg Jökulsár til að minnka straum upp og niður ána. Aðgerðir sem hafa skilað einhverju en náttúran fer sínar eigin leiðir

Sýnt er þó að jökullinn hopi og nánast hverfi. Mun Jökullónið halda áfram að myndast framan við hann. Það nær langt inn undir jökulinn. Það er því engin von til að vegurinn geti flust inn fyrir jökulinn.

Lausn á veglínunni.

Mín hugmynd og tillaga að úrbótum á Breiðamerkursandinum er sú. Að farvegur Jökulsár verði stíflaður. Ekkert vatn renni eftir honum til sjávar. Heldur verði ánni sem nú rennur um farveg Jökulsár veitt í farveg Stemmu, sem hefur verið þurr síðustu 20 árin. Farvegur Stemmu er mun lengri og því ekki í sýnni hættu á að verða hafi að bráð.

Þetta þýðir nað gera verður nýja brú yfir Stemmu. Sú gamla hefur verið rifin. Enda þarf mun lengri brú yfir ána. Með þessu bjargast veglínan í austur og lónið verður áfram með því móti sem það er í dag. Ekki fjörður inn í landið. Eða það þarf að gera gríðarlega kostnaðarsamar viðgerðir og úrbætur á brúnni og veginum.

Ég er viss um að með því að fara þá leið að flytja Jökulsá yfir í farveg Stemmunnar megi gera úrbætur á veginum yfir Breiðamerkursand sem verða til framtíðar.


mbl.is Framhlaup í Breiðamerkurjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband