14.5.2009 | 19:49
Mengunarský utan að.
Þegar ég var lítill drengur í Mýrdalnum lá stundum svona mengunarblika yfir. Hún amma mín kallaði það Bretabláma. Skýringin á menguninni í þann tíma var að stóru leyti kolamistur. Það var ráð Bretanna og annarra þjóða sem kynntu með kolum að hækka skorsteinana upp fyrir húsþökin í borgunum. Það var gert eftir að kolamengunin var búin að sverta öll hús þeirra og valda íbúunum heilsutjóni og óþrifum. Ein afleiðingin sem fylgdi því að reykháfarnir voru hækkaðir og mengunin fór hærra upp í loftið, var súrt regn í öðrum löndum. Mengunin var flutt út.
Nú fáum við mengunina frá Evrópulöndum. Þetta er illt og vont. Þegar svona mengun liggur yfir er loftið líkt því sem ég andaði að mér í Belgrad fyrir fimm árum. Þar var olíuhreinsistöð þó nokkuð frá borginni sem spúði ólofti yfir næstu lönd.
Vel yfir heilsuverndarmörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.