Nú er hann farinn, bráðum.

Þá er orðið líklegt að Seðlabankafrumvarpið verði samþykkt á morgun. Nánast engar líkur til annars.

Það hlýtur að vera dapurt fyrir Davíð Oddsson að ljúka starfsferli sínum hjá hinu opinbera með þessum hætti. Brottrekinn með skömm. En þetta er eðlilegt miðað við ferilinn. Borgin var í rúst skuldir hlóðust upp og stjórnkerfið var í molum meðan sjálfstæðismenn ríktu undir stjórn Davíðs Oddssonar. Davíð hætti sem forsætisráðherra. Hvernig var komið fyrir landi og þjóð? Bankadrengirnir og stelpurnar í taumlausu sukki með fjármuni. Líkt og beljur að vori. Eftirlits og skuldbindingalaust. Sjálfstæðismenn höfðu gert fiskinn í sjónum umhverfis landið að gjaldmiðli kaupahéðna. Kvóti var keyptur og seldur, veðsettur og fluttur frá byggðalögum. Aðferðin var eins og hjartað hefði verið numið brott en samt átti líkaminn að standa og ganga. Nú síðast var Davíð Oddsson í Seðlabankanum, þar er hann að fara að pakka í púlt sitt og ganga út í síðasta sinnið. Fjármál landsins í rúst og álit þjóða gagnvart okkur Íslendingum er  rúið öllu trausti.

Já Davíð Oddsson er að kveðja embættisferil sinn. Hann getur litið stoltur yfir hann og hugsað: Þetta gerði ég. Þess verður lengi minnst hvað ég gerði. Rústaði samfélaginu.


mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt, satt og satt!

Jú gott ad vera laus vid kallinn.  Hann fer med skömm.  Einungis their algjörlega dáleiddu hafa ekki óbeit á Dabba hroka. 

Tryggvi Tumi Traustason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband