Skuldir almennings á að lækka. Ekki skuldir kvótakónga.

Johnsen þingmaður Sunnlendinga sagði í viðtali á Bylgjunni í dag að líklega og sennilega þurfi að afskrifa skuldir sjávarútvegsfyrirtækja.

Bíðið. Fyrirtækjanna sem fengu gullegg þjóðarinnar gefins á silfurfati. Þau eiga nú að fá skuldir sínar afmáðar svo þau geti áfram leikið sér með sjóði þjóðarinnar og fiskinn sem við eigum víst í sjónum.

Held að ef Johnsen þingmaður vill gera þjóðinni greiða þá eigi hann að snúa sér að skuldum heimilana í landinu. Það fyrsta sem hann getur gert er að taka upp aftur þingmál Eggerts Haukdal flokksbróður hans til forna og krefjast afnáms verðtryggingar á lánin okkar.

Ef Johnsen þingmaður vill að afnumdar verði einhverjar skuldir hér á landi á. Þá á hann að snúa sér að skuldum heimilanna. Lækka og afnema skuldir sem hafa hækkað vegna verðbóta og annars kostnaðar sem ríkið hefur lagt á okkur. Hvers vegna þurfum við að greiða margföld stimpil og þinglýsingargjöld.

Johnsen. Fram fyrir fólkið í landinu. Ekki tilbera sjávarútvegsins sem hafa mergsogið þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband