24.12.2008 | 15:18
Jólin, jólin koma brátt. Kveðja og meira.
Enn eru að koma jól. Sífelt verður styttra á milli jólanna núorðið. Líkt og þau hafi verið fyrir nokkrum vikum. Jú víst hefur verið ljúft á árinu. Á myndasíðunni minni eru margar myndir fá ferðum ársins.Jólin. Mikið óskaplega var þessi tími og af öllum dögum aðfangadagurinn lengi að líða hér áður fyrr. Morguninn langur. Farið í fjós og gegningar. Loksins kom hádegi, eftir það var hægt að setjast niður og horfa á barnaefnið í sjónvarpinu. Framan af í svarthvítum kassa sem fékk merki útsendingar frá Reynisfjalli. Stundum ef veður var ekki gott var skuggi á myndinni. Þegar leið að kvöldi var farið í fjósið. Minning mín í æsku um innhringingu jólanna er blöndum ilmi af fjósalykt. Eftir mjaltirnar var farið inn og eftir baðið hófust jólin. Eftir langa bið. Í dag er biðin styttri. Helst að hafa ofan af fyrir þeim sem yngri eru. Þægilegt með hjálp sjónvarpsins sem sendir út barnatímana lengur en þessa tvo tíma sem sent var út hér áður fyrr. Það var allt í góðu. Maður fór þá út og fann sér eitthvað að gera til að tíminn liði eitthvað.
En Gleðilega hátíð öll sömul. Vonandi verður jólahátíðin ykkur öllum hin lúfasta.
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það styttist óðfluga dagarnir, vikur, mánuðir milli jóla. Ef fer sem horfir verða þau eins og samhangandi músastigi úr kreppappír herbergi úr herbergi fjósi í hús og hús úr húsi, kirkju úr kirkju í mosku, búð úr búð, vonandi milli trúarbragða, land úr landi fátæktin hverfi og friðurinn vari. Vaki eins og saklausa barnið undir tærri stjörnunni við fjárhúsið
Músastigar geta valdið miklu eins og hver og einn sem vill með opinn huga. Þegar aldurinn hefur náð vissu stigi kemur alltaf biðin endalausa eftir mat, kaffi og heimsóknum þá virðist allt ganga svo hægt. Birtan í augunum dvín, vonin verður ekki eins augljós
Trúin kemur samt nær og nær friður færist yfir á endanum slokknar en um leið kviknar á ný vonar stjarna skær. Börnin og samskiptatæknin bera von um frið framtíðar.
sRh
sRh (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.