Ekki þegja!

Nú er ekki rétti tíminn til að þegja! Undanfarna mánuði hafa varla verið fleiri hlutir ákveðnir en undanfarinn sólarhring sem nauðsynlegt er að mótmæla.

Ákveðið að hækka skatta einstaklinga.

Ákveðið að hækka eldsneytisverð.

Ákveðið að hækka verð á áfengi. Mest á léttvíni og bjór sem er hluti af eðlilegri, hóflegri neyslu.

Ákveðið að innheimta milljarða af fólki með hækkun verðbóta sem leggjast á skuldir okkar og hækkar vöruverð.

Þessu þarf að mótmæla. Og það kröftuglega. Íöllum bænum ekki standa þegjandi á Austurvelli þegar þörf er á háværum mótmælum.


mbl.is Öflugt andóf boðað eftir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Sammála - ef þetta lið væri að hlusta. Held  þau verði hins vegar ringluð þegar við mótmælum með þögn!

Þór Jóhannesson, 13.12.2008 kl. 00:02

2 identicon

Blessaður.....ert þú ekki komin með Facebook eins og svo annar hver maður á landinu ? Við erum með hóp á síðunni sem heitir x svæðisfulltrúa og annan hóp sem heitir Rauða liðið.....þú átt heima í þeim báðum góurinn ef þú ert með síðu....er búin að vera að leita en án árangurs.

 Kveðja og knús til þín gamli vinur......það væri nú gaman að heyra frá þér......tala nú ekki um að sjá þig :)

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 00:53

3 identicon

Hvar gerir nú ASÍ Gylfi fyrir verðtryggingu. Nú er tækifæri hans að söðla um og krefjast þess fyrir okkur að verðtrygging verði afnumin með lögum. Að öll verðtryggð lán verði með lögum endurnýjuð án verðtryggingar og samið um á svipuðum vöxtum og eru í nágranalöndum. Gylfi mundi fá mjög mikinn stuðning alþýðunnar til að standa vörð um þá kröfu. Sem verður lögbundinn hvort eð er  þegar við göngum í ESB að hans sögn.

hann (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:33

4 identicon

@hann Held að hvorki Gylfi Arnbjörnsson né aðrir í verkalýðshreyfinguni sem eru ú framvarðarsveir verðtryggingar á Íslandi fari að gera nokkurn hlut til að afnema hana.

Njörður (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:56

5 Smámynd: Njörður Helgason

@hann Held að hvorki Gylfi Arnbjörnsson né aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar sem eru í framvarðarsveit verðtryggingar á Íslandi fari að gera nokkurn hlut til að afnema hana.

Njörður Helgason, 14.12.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband