Sameinum rás1 og rás2.

Nú þegar tímar sparnaðar og samdráttar á flestum sviðum ganga yfir er ýmislegt sem hægt er að gera og þarf að hugsa um að gera. Hversu öflugt á ríkisútvarpið að vera inni á auglýsingamarkaði? Þá á ég ekki aðeins við þá tíma sem við upplifum í dag. Tíma samdráttar. Heldur áfram eftir þá.

Ég man ekki betur en að rás2 sem er 25 ára á morgun hafi átt að vera eingöngu rekin af auglýsingatekjum. Slíkt er löngu hætt að standa eitt undir rekstrinum. Síðan rásin hóf starfssemi hafa gríðarmargar útvarpsstöðvar bæst við. Sumar skammlífar en aðrar lifað lengi. Til dæmis Bylgjan sem hefur lifað sem útvarpsmerki frá fyrstu tíð frjáls útvarps, hér á landi á. Þó að eignarhald hennar hafi breyst nokkrum sinnum.

Fjölmörgum var sagt upp hjá RUV nú um mánaðarmótin. Mikill samdráttur er fram undan hjá RUV. Mér finnst rétt að þessum samdrætti verði mætt með aðgerð sem nýtir starfsaflið sem eftir er vel og þjónar hlustendum sem best.

Það sem mér finnst að ætti að gera er sameining rásar1 og rásar2. Gera öfluga útvarpsstöð sem þjónar stórum hópi hlustenda. Keppir ekki við afþreyingarstöðvarnar. Gefur þeim betra líf og lengra. Halda verður í góða þætti af báðum stöðvunum. Hvaða þætti? Það verða þeir sem ráða að setja inn. Mér þykir þó Spegillinn. Samfélagið og Sameinað morgunútvarp beggja stöðva nauðsynlegt. Útvarpsögunni hlýtur að vera hægt að koma inn á dagskrá hinnar nýju stöðvar.

Þetta er vissulega róttækt en þörf og nauðsynleg aðgerð. Með henni getur RUV haldið í marga góða útvarpsmenn. Með sameiningunni sparað um helming í dreifikerfinu og haldið áfram mikilvægu upplýsingahlutverki sínu til þjóðarinnar á hverju sem dynur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband