Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki ætla ég í meting um það hvort lónin eru betri. Þau hafa líka sína galla en ég er búin að skrifa nokkra pistla um þetta á blogginu mínu. Lestu t.d. þennan, þennan og þennan.

Eins og þú sérð þá er þetta ekki aðeins spurning um að eitra fyrir náttúrunni heldur líka mannfólkinu. Taktu eftir að í fyrsta pistlinum sem ég vísa í kemur fram að losun brennisteinsvetnis í iðnaði er mest frá olíuhreinsistöðvum. Arnarfjörður?

Hlustaðu svo á nokkur Spegilsviðtöl í tónspilaranum hjá mér - ég nefni t.d. viðtöl við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, Sigurð Þór Sigurðarson, lækni og sérfræðing í öndunar- og atvinnusjúkdómum og Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði. Allir þessir sérfræðingar vara við brennisteinsvetni og þá einkum fyrir mannfólkið. Þetta er eitur sem lamar öndunarfærin í miklu magni og það er allsendis órannsakað hvaða áhrif það getur haft á okkur í svona miklu magni og miklu návígi.

Eins og ég segi einhvers staðar í skrifum mínum: Það er verið að eitra fyrir okkur.

Það er búið að hamra á því að jarðhitavirkjanir séu hreinar og endurnýjanlegar en það er einfaldlega ekki satt - ekki eins og staðið er að þeim og hve mikið er fyrirhugað að virkja.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 15:02

2 identicon

Já Lára þessi fýla sem í Mýrdalnum er kölluð jöklafýla er hvimleið. Margt athyglivert í pistlum þínum.

Ég tel mig sjá til dæmis mun á háspennumöstrunum uppi á Hellisheiði eftir að boranirnar hófust og útblástur þessara efna úr jörðinni lagðist yfir svæðið hófst.

Síðan er annað með jarðhitavirkjanirnar. Endurnýjun gangverkis þeirra. Það er ekki lítið og töluvert kostnaðarsamt.

Fyrir nokkrum árum fóru menn í fallgöngin og að túrbínunum í Búrfellsstöð. Þar var allt eins og þegar gengið var frá því.

Ég er viss um að þessi litlu lón við Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og þriðju virkunina í neðri Þjórsá koma til með að valda örlitlu af spjöllum miðað við jafnstórar gufuvirkjanir.

Njörður (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 370349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband