5.7.2008 | 23:54
Þórður á alla viðurkenningu skilið
Þetta eru stórmerkar rannsóknir sem Þórður Tómasson, hinn merki maður. Nestor byggðasafnsins í Skógum heldur utan um.
Ótrúlegt hvað Þórður er afkastamikill. Verk hans í Skógum bera vitni um dugnað hans frá fornu fari. Byggðasafnið í Skógum væri líklegast ekki til nema aðeins fyrir hans þrautsegju og endalausan dugnað.
Eins og fram kemur. Þá eru þessir hellar lítt kannaðir, tilurð þeirra og not. Allt sem hægt er að koma á þekkingargrunn í dag er öllum nauðsynlegt. Menn eins og Þórður Tómasson er einn þeirra sem hjálpar okkur við það.
Er búið að veita Þórði Tómassyni stórriddarakross hinnar Íslensku Fálkaorðu?
Merkar menjar um mannavist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek heilshugar undir allt er þú skrifar um Þórð T. Minnir einhvern veginn að hann sé fyrir ekki svo mörgum árum búinn að fá Fálkaorðuna, man ekki hvort Stórriddarakrossinn fylgdi með í orðuveitingunni.
Eiríkur Harðarson, 6.7.2008 kl. 00:56
Verk Þórðar eru ómetanleg landi og þjóð. Saga Skaftfellinga, Rangæinga og flestra annara landsmanna væri fátækari ef ekki hefði notið hanns endalausu elju.
Njörður Helgason, 6.7.2008 kl. 01:04
Sá listann aftur til 2000. Þórður er ekki þar. Veit ekki um eldri.
Njörður (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 01:17
Hann á allan heiður skilið, nær að láta hann fá orðu heldur en einhverja ríkisstarfsmenn fyrir að vinna fyrir laununum sínum.
Einar Steinsson, 6.7.2008 kl. 07:16
Já sýnist ráherrar og þingmenn helst fylla bekk orðuhafa.
Njörður (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.