Sparisjóðir og kaupfélögin fyrir bí.

Spurning er hvort þessi hagræðing sem yfirtaka Kaupþings á Sparisjóðunum er, eða önnur skili sér á einhvern hátt til okkar sem þurfum að bejast í bönkum. Alla vega að borga það sem konungi (bankanum) ber.

Eru bankarnir kanski að undirbúa sig fyrir erlenda innkomu banka? Lengi verið rætt um þá komu, en enn hefur engan borið að garði. Markaðurinn er jú örlítill. Sýndarútrásin hefur lítið gert í að vekja traust erlendra banka á Íslenskum fjármálaheimi.

Annars er þetta langt í frá ný saga að Búnaðarbankinn taki yfir eða sameinist Sparisjóði. Mín fyrsta sparisjóðsbók var í sparisjóði Vestur Skaftfellinga. Inn á hana voru mínar krónur lagðar. Gjafir og annað sem að höndum bar. Átti fáar rollur. Þær áttu lömb. Þau voru lögð inn að hausti. Innleggið fór ekki í sparisjóðinn. Innleggið kom seint og síðar meir á reikning í Kaupfélaginu.

En með sparisjóðinn. Hann var síðan um 1970 sameinaður eða yfirtekinn af Búnaðarbankanum. Í þá daga var útrásin innanlands.

Nú er Kaupfélagið fyrir bí. Líka Sparisjóðirnir, sama má að vissu leyti segja um Búnaðarbankann. Leifar hans eru víst inni í Kaupþingi. Að minnsta kosti á ég enn reikning, eins og bók mín heitir í dag, í Kaupþingi, reikning með gamla númerinu. Númeri sparisjóðsbókarinnar úr gamla sparisjóði Vestur Skaftfellinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 370439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband