Í djúpið eftir hitanum.

Sá í fyrradag áhugaverða grein um djúpborun. Skrifaði einhver ósköp. En fingur mínir sviku og ýttu á rangan takki. Textinn eyddist.

Djúpborun þykir mér áhugaverð. Betri nýting á orku úr iðrum jarðar og von um að nýta megi jarðhitann víðar. Með þessu má ef til vill fækka holum á háhitasvæðum. En alla vega fá mun meiri orku úr jörðinni.

Svæði utan þekktra hitasvæða komast inn á hitasvæði. Man að í Mýrdalnum hafa menn borað nokkuð djúpt. Holan skilar ekki miklu. Helst með skottdælu sem nær leengra ofan í holuna. Með því má ná í volgru fyrir sundlaug og hluta íþróttahúss. En dælingin kostar. Djúpborun er álitlegur kostur í Mýrdalnum og víðar þar sem menn búa við fokdýra orku til húshitunar og varma fyrir fyrirtæki.

Þetta er líka kostur sem ég er viss um að verði nýttur víða erlendis. Ef til vill verður hægt að velgja vart fyrir borgir og bæi þar sem í dag verður að brenna kolum eða olíu. Mengandi orkugjöfum.

Held að framtíðin verði bjartari með þessari leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 370327

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband