Timburmenn góðærisins.

Það hlýtur að létta á mörgum landsföðurnum við að lesa þessi tíðindi. "Loksins erum við búin að grafa góðærið"

En hvernig ætli sé hugsunin um fólkið sem í dag situr uppi með tvær eignir í höndunum. Fólkið sem hefur farið út í fasteignakaup. Já fólkið sem ákvað að minnka við sig húsnæðið. Eða fólkið sem var búið að kaupa sér stærra húsnæði til að mæta þörfum stækkandi fjölskyldu. Í slíkum tilfellum og öðrum af svipuðum eða ólíkum toga er til fólk.

Já allnokkuð margir sem sitja nú á milli steins og sleggju með tvær eignir í höndunum og getur við hvoruga losnað. Verða að borga afborganir af tveim eignum. Þeirri gömlu og yfirtekin eða ný lán á nýju eigninni.

Ekki er ósennilegt að einhverjar þessara eigna eigi eftir að lenda undir hömrum innheimtumanna. Þá er spurning hvort vonarspá Seðlabankans um 30% lækkun húsnæðisverðs gangi eftir. Þá duga eignirnar í einhverjum tilfellum ekki fyrir veðunum.

Þetta getur átt eftir að hafa slæm og erfið áhrif á þær fjölskyldur sem í þessu lenda.

Vonandi verða Timburmenn stjórnvalda eftir góðærisbóluna ekki faldir í því að horfa upp á að fátækum fjölskyldum á Íslandi fjölgi.


mbl.is 75 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt, kvitt og bara ef þér leiðist og vantar áhugamál þá er að störfum vel starfandi deild í Kópavoginum með fullt af verkefnum fyrir þig og þína 

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:47

2 identicon

Mín kæra. Hér á Burknavöllunum er lífið dásamlegt. Áhugamál og gleði.

Þakka þér samt ábendinguna. MBK.NH.

Njörður (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband