Forsetinn barðist gegn stórri flugstöð.

Framkvæmd við flugstöð Leifs Eiríkssonar var minnkuð af núverandi forseta Íslands og flokksbræðrum hans. Vilji ÓRG og félaga var að halda niðri framkvæmdunum því að þeir töldu að flugstöðin yrði hernaðarmannvirki og ameríski herinn yrði ráðandi aðili flugstöðvarinnar.

Síðan fór herinn af landi brott og allt sem eftir var varð í eigu Íslendinga, sem eignuðust og þurftu að endurnýja og bæta til að halda Kanagjöfinni við.

Íslendingar hafa orðið að stækka flugstöðina mikið til að geta tekið á móti auknum farþegafjölda til Íslands. Hluti stækkunar flugstöðvarinnar er vegna andstöðu Ólafs Ragnars og flokksbræðra hans. Enn eitt dæmið um andstöðu við að útlendingar mundu fjármagna framkvæmdir á Íslandi.


mbl.is Stækka flugstöðina um 8.700 fermetra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Og ISAVIA byggir skúraleiðingar í staðinn fyrir alvöru lausn. Stóra vandamálið er og verður mjói gangurinn milli norður og suðurbyggingarinnar. Hann hefði þurft að brjóta niður fyrir löngu og þrefalda breiddina. 

Hvumpinn, 13.7.2015 kl. 17:20

2 Smámynd: Már Elíson

...breikka hann og setja automatic-göngubraut eins og á öðrum fullorðnum flugvöllum. Meiri

helvítis handarbakavinnan alltaf hjá þessum íslendingum....Alltaf í svart/hvítu....

Már Elíson, 13.7.2015 kl. 18:36

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er reyndar rangt að halda því fram að stóra vandamálið sé mjói gangurinn milli norður og suðurbyggingar.

Hið rétta er að stóru vandamálin er flugstöðvarbyggingin upprunalega þar sem hún er óbreytanleg vegna arkitektsheilkennis enda má ekki breyta útfrá "listaverkinu". Svo er annað vandamál en það er eggið og svo þriðja sem er regnboginn en hann er meira seinni tíma. Það er eins og ef á að byggja við flugstöðina þá eru þessi svokölluðu listaverk fyrir enda má ekkert skyggja á þetta.

Sjálfur er ég búinn að vera þarna meira og minna síðan í Maí í fyrra að vinna við stækkanir á hinum og þessum plönum þarna innan girðingar og það sér ekki fyrir endan á þeim stækkunum heldur...

Ólafur Björn Ólafsson, 13.7.2015 kl. 20:07

4 Smámynd: Hvumpinn

Ólafur, þú segist vera búinn að vera síðan í maî í stækkun á plönum. Það hefur lítið með innviði byggingarinnar að gera. Ég er búinn að vera þarna frá opnun 1987 og gangurinn og smæð suðurbyggingarinnar er STÓRT vandamál.

einnig hvernig byggingum hefur verið troðið hverri ofan í aðra

Hvumpinn, 13.7.2015 kl. 21:34

5 Smámynd: Njörður Helgason

Enn lifa menn í því að upphaflega byggingin hafi verið næg.

Njörður Helgason, 16.7.2015 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 370348

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband