Einn flugvöll.

Niðurstaða Rögnunefndarinnar er vonandi ekki tæmandi hluti málsins. Til að byggja upp almennilegan flugvöll fyrir innanlandsflugið eð besti kosturinn að flytja allt flugið á Miðnesheiðina, stækka þann völl fyrir innanlandsflugið og stækka hann einnig fyrir millilandaflugið.

Flugfarþegum yrði þá rennt með lest frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, fljótlegur kostur og betri en að gera millilandaflugvöll vestan Hafnarfjarðar og halda áfram að slíta innanlandsflugið og millilandaflugið í sundur með tveim flugvöllum.

Framtíðarlausnin er að gera einn almennilegan flugvöll fyrir allt flugið, það yrði til að auðvelda fólki til að komast vítt og breytt um Ísland með flugi og íslenskir farþegar ættu kost á því að fara beint í millilandaflug frá innanlandsfluginu.


mbl.is Flugvallarumræðu hvergi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Njörður.

Ég verð bara að segja, að ég er þér hjartanlega ósammála og satt best að segja, þá botna ég ekkert í röksemdafærslum þínum.

Ég nenni ekki að fjölyrða um öll þau atriði er snúa að almennu flugöryggi og í alla staði að giftusamlegri atvinnustarfsemi Reykjavíkurflugvallar fyrir þjóðina alla, því þau rök virðast léttvæg í þínum augum.

Gætir þú næst þegar þú ekur greiðfarinn Keflavíkurveginn, allavega reynt að ímynda þér hálftóma járnbrautarlest bruna framhjá þér - nema þá auðvitað að hún fari aðeins á tveggja til þriggja tíma fresti, eða bara þegar hún er orðin nokkuð þéttskipuð?

Finnst þér í fyllstu alvöru ekki skynsamlegra lausn að flugrútan (og auðvitað sömuleiðis strætisvagnar borgarinnar) væru einfaldlega rafknúin?

Jónatan Karlsson, 28.6.2015 kl. 12:27

2 Smámynd: Njörður Helgason

Sæll Jónatan. Rétt er að undirbúa Ísland fyrir aukinn ferðamannastraum með því að byggja upp fjölhæfan flugvöll í Keflavík. Með því verður aftur aukning á atvinnu á Miðnesheiði sem ekki þótti stórmál að sækja í störfin hjá Kananum.

Aukning ferðamanna tryggir að ekki mun hálftóm lest fara á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Hef meiri áhyggjur af því hvernig brugðist verður við stórfjölgum ferðamannanna á landinu.

Njörður Helgason, 29.6.2015 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband