Þarft framtak.

Jákvætt að gera þetta, hraðlest frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík til Reykjavíkur er mikilvæg aðgerð til að efla flugvöllinn í Keflavík enn frekar. Hraðlest mun einnig gera ferð til Keflavíkur hraðari og stuðlar enn frekar að því að rekstri verði hætt í stríðsminjunum í Vatnsmýri.


mbl.is Hlutafélag um hraðlest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rekstrarlegar forsendur fyrir hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur eru alls ekki til staðar svo þessi möguleiki er álíka fjarlægur og það að búseta sé á sólinni.  Hverjir heldur þú að séu tilbúnir að setja fjármagn í þetta?  Fyrsta spurningin er náttúrulega "Myndir þú kaupa hlutafé í þessu félagi"????????

Jóhann Elíasson, 23.3.2015 kl. 09:47

2 Smámynd: Örn Johnson

Auðvitað er gaman þegar einhverjir hugsa út fyrir venjuna en markaðslega tel ég engar líkur að af þessu yrði. 1) Nú þegar aka rútur frá sama stað fyrir um kr. 2.000 per ferð. Mismunurinn á ferðatíma, kannski 10-15 mínútur réttlæta ekki nauðsynlegt fargjald sem er margfalt þetta. (Heathrow express lestin er 15 mínútur inn í bæ í London og kostar um kr. 7.000) 2) Ein stoppustöð, BSÍ. Langt frá miðkjarna fólksins, sem þýðir að engir farþegar koma frá byggðum sunnan Rvk, eins og Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði = lítill markaður Íslendinga. 3) Eftir er þá 101 fólk á hjóli + útlendingar. 4) Líklegur farþegafjöldi er mjög lítill, tökum dæmi og reiknum t.d. 2.000.000 á ári. Það er um 6.000 á dag. Þegar því marki er náð er nauðsynlegt að lestin fari allan sólarhringinn. Þá eru þetta um 200 mans á klukkustund og auðvitað verða að vera tvær ferðir á klukkustund sem þýðir um 100 farþega að meðaltali í hverri lest. Hér er reiknað með ferð í aðra átt, þó að við tvöföldum tölurnar þá eru þetta mjög fáir farþegar. Þrátt fyrir þetta hlakka ég til að sjá forsendur skoðunarmanna á þessari hugmynd.

Örn Johnson, 23.3.2015 kl. 11:01

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Fyrir utan þá farþega sem eiga leið í miðbæinn og fá rútuna til að aka sér beint á hótel, yrði mjög dýrt fyrir aðra að koma sér til og frá endastöð. Fjögurra manna fjölskylda sem þyrfti að taka leigubíl á milli heimilis og stoppistöðvar gæti setið uppi með 40-50 þús krónur í heildarkostnað við að koma sér til og frá heimili tli Keflavíkurflugvallar. Enda sér maður yfirleitt ekki svoleiðis ferðalanga í flugrútunni, sem ég þó nota reglulega. Mest eru farþegar erlendir ferðamenn og fólk sem fer í vinnuferðir, fjölskyldufólk ekur eða fær vini og vandamenn til að keyra sér.

Fyrir 4 manna hóp væri t.d. einfaldara og þægilegra að taka saman leigubíl frá heimili beint út á flugvöll en nota lest. Ódýrast er samt að keyra og leggja í langtímastæði.

Þetta er algjörlega galin framkvæmd en því miður óttast ég að seilst verði í sjóði lífeyrisþega til að fjármagna þessa vitleysu.

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.3.2015 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband