Villutrúarkenning Íhaldsins.

Stefnuskrá sjálfstæðisflokksins er að íslensk lög gildi t.d ekki fyrir ásatrúar, múslíma og trúlausa.
mbl.is Kristin gildi ráði við lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Erfitt að greina á milli hvor er meiri tímaskekkja, Sjálfstæðisflokkurinn eða þjóðkirkjan...

hilmar jónsson, 24.2.2013 kl. 01:37

2 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Við höfum góða reynslu af kristnum gildum eins og miskunnsemi, fyrirgefningu, ölmusugjöf og líkn við vanheila, ekki af sjaríalögum og ekki heldur af ásatrúargildum, þar sem við hæfi þótti í harðindum að varpa öldruðum og þrælum fram af klettum, fórna ásunum mannslífum og einnig að bera út börn.

Kristin stjórnmálasamtök, 24.2.2013 kl. 02:12

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Við búum í samfélagi þar sem allir þurfa að geta búið saman og það er ekkert að því að við höldum utan um okkar trúgildi, það gefur okkur aðhald, það er meirihluti Þjóðarinnar í Þjóðkirkjunni. Það kemur hvergi fram að aðrir trúarflokkar fái sín ekki notið eða að þeim sé úthýst og veit ég ekki betur en að við Íslendingar séum opin fyrir öllum öðrum trúarflokkum, við erum allavega ekki að setja það fyrir okkur hverjar trúar fólk er sem hingað til lands koma.

Við komum fram við aðra eins og við viljum að það sé komið fram við okkur, og þar eigum við að hafa virðingu fyrir hvort öðru ofarlega á lista...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.2.2013 kl. 07:48

4 Smámynd: Njörður Helgason

Voru galdrabrennurnar verk ásatrúarmanna? Nei eitt af því sem var farið að gera eftir siðaskiptin af mótmælendakirkjunni var að brenna fólk.

Einfaldlega var ekki hungur á Íslandi fyrr en á 14. öldinni. Það eitt af mörgu sem mótmælendakirkjan fór að gera. Var að drekkja, hengja og aflífa fólk.

Prestar brenndu fólk, Biskupar drekktu konum undir verndarvæng konungsins hér: http://www.flickr.com/photos/njordur/6030177872/

Í þessum pytti Öxarár var konum drekkt á Alþingi.

Njörður Helgason, 24.2.2013 kl. 10:41

5 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Jú, Njörður, vitað er um hungursneyð hér um tíma á 10. öld.

En Stóridómur var vissulega hrikaleg samþykkt (runnin undan rifjum guðfræðinga í Kaupmannahöf seint á 16. öld) og hafði hörmulegar afleiðingar með fjöldaaftökum hér, en verður ekki réttlætt með kristinni trú eða orðum Jesú, ekki frekar en galdrabrennurnar á 17. öld. --JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 24.2.2013 kl. 13:25

6 Smámynd: Njörður Helgason

Hungursneyð og erfiðleikar sem urðu á 10. öld á rót sína að rekja til mikillar eldvirkni upp úr árinu 1000. Stórgos í Eldgjá. Heklugos 1104 og eldvirkni sunnan og norðan heiða.

Njörður Helgason, 24.2.2013 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband