22.2.2013 | 22:06
Sjálfstæðisflokkurinn vill halda í verðlausa krónu.
Bjarnatetur og sá hluti sjálfstæðisflokksins sem styður hann og Davíð Oddsson vilja að sjálfsögðu ekki banna verðtrygginguna. Hagsmunir atvinnurekenda eru svo bundnir henni, að ASÍ stendur með þeim í því að halda í verðtryggingu.
Sjálfstæðismenn vilja ekki nefna afnám verðtryggingarinnar á meðan þeir dýrka og dá íslenska krónu sem er múlbinding verðtryggingarinnar. Þeir vilja ekki horfast í augu við það að nýr gjaldmiðill heimsálfunnar þýðir að verðtrygging verður fyrir bí.
Engin lausn að banna verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er algjör misskilningur að halda að evran hafi neitt með verðtrygginu að gera. Komdu með verðtryggt skuldabréf í ISK og ég skal sýna þér verðtryggt skuldabréf í EUR.
Það er leyfilegt að nota verðtryggingu í ESB, ekki bannað eins og hefur ranglega verið haldið fram. Það er bara bannað ef það er gert vitlaust, eins og á Íslandi. Skilurðu?
Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2013 kl. 00:20
Guðmundur Ásgeirsson getur ekki skilið grundvallaratriði. Í Evrópu er einfaldlega engin þörf á verðtryggingu vegna þess að þar er svo að segja engin verðbólga! Ef hér væri ekki viðvarandi verðbólga vegna þess að við höfum handónýta mynt þá þyrftum við heldur enga verðtryggingu. Lausnin er einföld en þjóðremba kemur í veg fyrir að fólk sjái hana. Það kostar þessa þjóð tugi eða hundruð milljarða á ári að halda uppi handónýtri krónu.
Óskar, 23.2.2013 kl. 05:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.