Könnunarfylgi Ólafs er tímabundið.

Þessi niðurstaða könnunarinnar er lituð af því að Ólafur efur átt einleik í framboðinu á meðan Þóra eignaðist dóttur sína. Svona mikil breyting á afstöðu fólks er ekki tengd því að einhver frambjóðandi hafi komið með nýja stefnu í framboði sínu. Fólk hefur talað um Ólaf sem rödd þjóðarinnar. Með því að túlka verk hans á þann hátt er fólk að mynda djúpa gjá milli forsetans og hluta þjóðarinnar.
Ég sé ekki annað en að Ólafur Ragnar sé að fá tímabundið samúðarfylgi samkvæmt niðurstöðu þessarar könnunar. Framboð Ólafs litast mikið af því að hann segir um mótframbjóðendur sína, að þeir séu með neikvæðan áróður gagnvart sér. Þetta segir hann helst um framboð Þóru. Framboð sem hann er logandi hræddur við. Þessi neikvæði áróður sem Ólafur talar um er helst kominn frá honum sjálfum. Hann hefur verið drjúgur við að mistúlka það sem hefur komið frá þeim sem eru í framboðum gegn honum. Ólafur Ragnar hefur líka komist langt á því að túlka orð sín á annann hátt en þau komu frá honum. Ólafur Ragnar talaði loðið í áramótaávarpi sínu. þegar hann tilkynnti framboð sitt hélt hann því fram að áramótaávarpið hafi innifalið skýra ákvörðun um framboð. Ólafur sagði líka þegar hann tilkynnti framboðið að hann ætlaði að sitja í tvö ár þá væri hægt að kjósa aftur. Það hefur hann sagt að væri mistúlkun og segir eiginmann Þóru eiga stórann hlut í því.
Ég er ekki sammála því sem sumir segja að áróður stuðningsmanna Þóru hafi verið neikvæður. Ekkert hefur komið frá framboði Þóru eða stuðningsfólki hennar sem er neikvætt fyrir framboð Ólafs. Það sem málið snýst um er kosningabarátta.
Það var eitt af mörgu athygliverðu sem kom fram hjá Herdísi Þorgeirsdóttur á beinni línu DV í gær. Herdís sagði að eðlilegt væri að forseti væri í embætti tvö kjörtímabil. Fyrir mann eins og Ólaf Ragnar er gott að taka mið af því sem Herdís segir.

mbl.is Ólafur Ragnar með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta aukna fylgi Ólafs Ragnars skýrist að mestu af því að miklu mun fleiri hafa nú tekið afstöðu. Nú eru aðeins um 14% sem ekki hafa tekið afstöðu, eða miklu færri en í fyrri könnunum þar sem Þóra hafði forystuna í fyrstu ein þar síðasta könnun sýndi þessi tvö með nánast sama fylgið.

Það´kemur ekki á óvart að nú tekur Ólafur Ragnar stórt stökk fram á við meðan Þóra dalar talsvert. Ólafur Ragnar er nú með drjúgan hreina meirihluta kjósenda að baki sér, eða tæp 54%.

Þó svo að allir hinir óákveðnu myndu snúast á sveif með framboði Þóru sem er reyndar tölfræðilega óhugsandi, þá myndi hún samt sem áður enn vera undir 50% fylgi og því enn töluvert að baki Ólafi Ragnari.

Mér sýnist því að aðför Samfylkingarinnar og fleiri undirsáta þeirra um að ætla að steypa Ólafi Ragnari úr stöðu forseta í næstu kosningum vera gjörsamlega runnin út í sandinn, til þess er munurinn allt of mikill nú rétt rúmum mánuði fyrir kosningar !

Ólafur Ragnar verður því kosinn forseti Íslenska Lýðveldisins með drjúgum meirihluta kjósenda, landi okkar og þjóð til heilla.

Gunnlaugur I., 25.5.2012 kl. 17:01

2 Smámynd: Njörður Helgason

Nýjasta nýtt: http://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/254-overulegar-breytingar-a-fylgi-forsetaefna

Njörður Helgason, 25.5.2012 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband