Best að ríkið eigi löndin.

Það er ekkert vit í því að selja útlendingum jarðahluta á Íslandi. Að sjálfsögðu má leiga þessa parta. Leigja þá með afnotarétti svo að menn geti gert það sem þeir vilja gera.
Eitt sinn var mikið af ríkisjörðum á Íslandi. Á þeim bjó fólk mann fram af manni. Stöndug bú sem menn byggðu upp og ræktuðu sem sínar eigin jarðir. Þegar að menn sögðu upp leigunni voru framkvæmdir á jörðunum metnar og ábúendunum greitt fyrir samkvæmt því.
Þetta hefðu menn og konur átt að gera í Mýrdalnum þegar Svisslendingur keypti Heiðajarðirnar með landi á fjöllum og heiðum. Í því tilfelli hefði verið tilvalið að gera leigusamning heldur en að selja jarðirnar og úthagana í burtu.
Með þessu máli og nú Grímsstaðamálinu sé ég að þjóðlendukröfurnar voru þarfar á sínum tíma og eru enn.
Eigendur jarðanna fjölga sér eins og snjóboltar. Á hverju ári fjölgar eigendum jarðanna margfalt. Því er það langbest að ríkið eigi jarðirnar og leigi út til þeirra sem vilja nota hlutana undir ákveðna starfssemi.
mbl.is Fleiri andvígir kaupum Nubo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband