Óskiljanlegur sparnaður!

Ég skil ekki hvers vegna þessi tvö vegamót sem eru fjölfarin voru gerð svona. Hvers vegna voru ekki gerðar ökubrýr á Bláfjallaveginum og voð Litlu kaffistofuna.
Úr Bláfjöllum er mikil umferð yfir veturinn. Þá er fólk að fara þangað á skíði og bretti. Það þýðir það eitt að snjór er í Bláfjöllunum og þá líklega snjór og ísing á veginum niður á Sandskeiði. Þessar aðstæður og veðurfarið gerir leiðina enn hættulegri á þessum vegamótum.
Litla kaffistofan er staður sem margir stoppa á. Jafnt að sumri og vetri. Yfirleitt eru 4-6 vörubílar á planinu. Trukkarnir sem keyra úrt Lambafelli eru í löngum röðum þar. Eðlilegt er að þar væri brú til að bæta aðkomuna.
Þegar komið er að Litlu kaffistofunni liggur leiðin að austan niður brekku sem getur verið ásetin af mikilli umferð sem er í henni á sunnudögum. Þegar fólk er að fara heim eftir ferðalög helgarinnar.
Oft verður mér hugsað til allra brúnna sem eru á Reykjanesbrautinni. Sums staðar er engin byggð við þær. Líklega gert ráð fyrir þeim á skipulagi. En þar var brúað grimmt. Við Bláfjallaveginn og Litlu kaffistofuna þykir ekki ástæða til að hafa öryggið framar öllu. Heldur eru gerð flókin og hættuleg vegamót þar. Vonandi þarf umferðin ekki að færa fórnir á þeim til að opna augu Vegagerðarinnar fyrir þessum mikilvægu framkvæmdum.
mbl.is Rugla ökumenn í ríminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 370353

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband