27.9.2011 | 22:42
Rökleysa Ólínu.
Orð Ólínu verða ávalt til þess að fá mann til að fjarlægast skoðanir hennar. Ólína kann ekki að ræða við fólk. Það sem hún kann og gerir er að tala til fólks. Að hennar áliti eru skoðanir hennar réttastar. Þeim sem eru á öðru máli er ekki viðbjargandi.
Að leyfa sér að tala um það að björgunarsveitafólk gangi í störf þeirra sem eru í kjarabaráttu er með ólíkindum. Næst þegar verður verkfall í mjólkurbúi, fiskvinnslu eða á bændabýlum, á þá að kalla út björgunarsveitir?
Lýsa furðu á ummælum þingmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En þessi ákvörðun lögreglustjóra var ekki tengd launabaráttunni. Þeir segjast þurfa að spara.
Kannski ekki skrítið í ljósi einkennilegra innkaupa í nafni embættisins..
En auðvitað eru Lögreglumenn svektir og ég lái þeim ekki. Þeir mega þó passa sig í hitanum að tapa ekki tiltrú með hálfkveðnum hótunum.
hilmar jónsson, 27.9.2011 kl. 22:57
Að sjálfsögðu þarf lögreglan að spara, ekki vegna "einkennilegra" kaupa í nafni embættisins, frekar vegna niðurskurðar sem alþingi setti embættunum að gera.
varðandi þessi "einkennilegu" kaup, þá voru þau gerð meðan á búsáhaldarbyltingunni stóð og ekki var mögulegt að fara í útboð. Ekki nema að men vildu bíða með niðurstöður úr útboði fram yfir endalok byltingarinnar...
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 28.9.2011 kl. 00:08
Sem Hjálparsveitamaður hjá Landsbjörg, get ég sagt með sanni, að svona "verkefni" tæki ég aldrei að mér, jafnvel þótt þetta geti fallið undir skilgreininguna "rústabjörgun". Ég hvet alla félagsmenn Landsbjargar að láta ekki plata sig út í pólitíska drullupollinn.
Dexter Morgan, 28.9.2011 kl. 00:35
Samála Dexter sem björgunarsveitarmaður og öryggisvörður myndi ég aldrei koma nærri þessu pakki!
Sigurður Haraldsson, 28.9.2011 kl. 00:41
Þetta er hluti af launabaráttunni. Þeir eru alls ekki sáttir við launin sem þeim voru sköffuð af kjaradómi.
Hafandi verið í björgunarsveit, er þetta utan verka þeirra. Er hægt að smíða SÁBF utan um svona gjörning?
Njörður Helgason, 28.9.2011 kl. 08:00
Hæ allir saman er ekki verið að misskilja Frú Ólínu, hún vill halda í hefðirnar virðing er nauðsynleg
alveg sama hvernig árar, móðir mín sáluga sagði mér eitt sinn þegar ég var sem blankastur að sleppa að halda uppá afmælisdaginn ef þú berð ekki virðingu fyrir honum, ég bauð í kaffi og kleinur kostaði ekki mikið en ég hélt sjálfsvirðingunni, það eru til fullt af gömlum lögreglumönnum og öðru fólki sem er til í að standa heiðursvörð, þó hann rigni, stöndum vörð um Island, Kína nei takk- kkkkk
Bernharð Hjaltalín, 28.9.2011 kl. 12:00
Sælir; Njörður frændi - og aðrir gestir, þínir !
Bernharð Hjaltalín !
Kína; jú takk. Guli kynstofninn; er fyrir löngu, búinn að sanna yfirburði sína, og á því að fá, að njóta sín, Bernharð minn.
Með fullri virðingu; fyrir : Hvítum - Svörtum - Brúnum og Rauðum stofnum, að sjálfsögðu.
Með beztu kveðjum; sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.