Landi utan EB er ekki bjargað.

Allt er gert til að bjarga Evrunni. Allt er gert til að bjarga Evrópusambandinu. Þegar þjóð er utan þess á hún ekki rétt á því að vera inni í björgunarpakkanum. Hún verður því að bjarga sér sjálf. Greiða skuldir óreiðumanna á eigin forsendum og standa straum af þeim á því að draga saman innan landsins.

Ef Ísland hefði verið orðið hluti af EB hefði staða okkar einfaldlega verið allt önnur en í dag. Allar skuldirnar sem við Íslendingar stöndum straum af því að greiða í dag hefðu verið teknar inn í Evrupakkann. 

Íslensku bankarnir hefðu ekki heldur verið þjóðarbankar eins og þeir voru. Heldur bankar innan Evrópu. Íslendingar hefðu því ekki þurft að standa straum einir af því að borga fyrir útgjöld þeirra sem gömbluðu með peningana. Ég held að það hefði aldrei verið leyft að fólk spilaði rassin úr öllu eins og það gerði.


mbl.is Björgunarsjóður fjórfaldaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Bíðum nú við... Er vandamál ESB ekki akkúrat það að ríkin eru búin að vera að spila rassinn úr öllum buxum, og þegar buxurnar hjá eigin ríki eru búnar að missa rassinn þá eiga buxur næsta ríkis að missa rassinn sinn til þess að bjarga...

Ég held að við Íslendingar ættum að þakka fyrir að vera ekki í ESB í dag.

Það er nóg til af eigin skuldum til að borga sem fara ekki bara við það að fara í ESB eða minnka eins og þú gefur í skyn. Við eigum í fullu fangi og eigum frekar fara að snúa okkur að því að koma okkur út úr eigin skuldum frekar en að taka á okkur skuldir ESB ríkja líka...

Það er nefnilega það sem mun gerast við inngöngu í ESB....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.9.2011 kl. 09:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er einmitt málið það er EKKERT land UTAN ESB sem þarf að bjarga..  En á einhvern hátt reyna innlimunarsinnar að snúa öllu á hvolf eins og Njörður gerir í þessari færslu.......................

Jóhann Elíasson, 26.9.2011 kl. 09:56

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Endemis rugl er þetta í þér Njörður.

Sérðu ekki að það er ekkert verið að bjarga einhverjum þjóðum eins og Grikkjum eða Írum eða Portúgölum. Það er einungis verið að bjarga helstu braskbönkum stórkapítalsins í Evrópu frá því að verða fyrir tjóni.

Almenningur í þessum löndum verður þrautpíndur og látinn borga allan brúsann.

Afhverju heldur þú að allt hafi soðið upp úr ítrekað í blóðugum óeirðum í Grikklandi og reyndar á Spáni líka.

Það er ekki eins og ESB eða EVRU löndin komi ein að þessu, því að þessu kemur líka AGS og Kína og Bandaríkin.

Svo segir þú að ef við hefðum verið í ESB þá hefði aldrei verið leyft að fólk spilaði rassinn úr öllu eins og það gerði.

Þetta er bara rugl því að á Írlandi spilaði bankakerfið rassinn úr buxunum og enginn gerði neitt. Grikkir spiluðu rassinn úr buxunum í nokkur ár og nánast öllu bankakerfi Evrópu var leyft að spila rassinn úr buxunum og meira að segja að draga ríkissjóði og skattgreiðendur landa sinna inní ruglið.

Það er einmitt ástæðan fyrir þessum gríðarlegu neyðarráðstöfunum sem nú þarf að grípa til nú á síðustu stundu á EVRU svæðinu, það er að þar var ekki brugðist við, en er gert núna á síðustu stundu þegar flestir eru búnir að spila rassinn úr buxunum !

Gunnlaugur I., 26.9.2011 kl. 09:57

4 Smámynd: Njörður Helgason

Hver sem staðam er þá er sambandsríki með sjálfstæðan ákvörðunar rétt.

Ríki sem er innan EB er hluti af samtryggingarkerfi EB.

Njörður Helgason, 26.9.2011 kl. 10:41

5 identicon

Sæll Njörður; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Lágt leggstu Njörður frændi; í þjónkun þinni, sem auðmýkt, gagnvart Evrópsku nýlendu ribböldunum, drengur.

Seint; munt þú, ættarlaukur teljast, með þessum snautlegu viðhorfum þínum - og það; komandi frá Norður- Ameríkuríkinu Íslandi, aukinheldur.

Með kveðjum; öngvu að síður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 12:30

6 Smámynd: Njörður Helgason

Nú er rétt að láta laukana í jörðu. Næsta vor koma þeir upp blómlegir. Breiða sig á móti sólinni og gleðja alla með fegurð sinni eins og íslenska Evrópusambandsríkið verður!

Njörður Helgason, 26.9.2011 kl. 13:22

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úff... það er varla stakt orð í þessari færslu sem er í snertingu við veruleikann.

Allar skuldirnar sem við Íslendingar stöndum straum af því að greiða í dag hefðu verið teknar inn í Evrupakkann.

Öhhh... nei. Þvert á móti þá væri núna ætlast til þess að við værum í sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldir, meðal annars Grikklands, sem stendur svo til að afskrifa um helming sem þýðir að helmingurinn fellur á þá sem eru í ábyrgð. Þar á meðal okkur, ef við værum "hluti af evrupakkanum". Sem betur fer mun það ekki gerast.

Íslensku bankarnir hefðu ekki heldur verið þjóðarbankar eins og þeir voru. Heldur bankar innan Evrópu.

Íslensku bankarnir voru engir "þjóðarbankar"heldur voru þeir einmitt einkarekin fyrirtæki á evrópska efnahagssvæðinu. Varstu kannski ekki búinn að frétta þetta?

Íslendingar hefðu því ekki þurft að standa straum einir af því að borga fyrir útgjöld þeirra sem gömbluðu með peningana.

Þeir sem standa aðallega straum af tapi vegna "þeirra sem gömbluðu með peningana" eru erlendir kröfuhafar. Íslendingar eru því alls ekkert einir að standa straum af því. Á evrusvæðinu er hinsvegar einmitt verið að láta skattgreiðendur axla einir tapið af sínum bönkum. Ef þú ert að reyna að halda því fram að við hefðum komist betur frá þessum værum við í evrópska myntbandalaginu, þá er veruleikinn einmitt það gagnstæða.

Ég held að það hefði aldrei verið leyft að fólk spilaði rassin úr öllu eins og það gerði.

Öhh.... það var ekki leyft! Ekki hér frekar en í Grikklandi. Fjárglæframenn hafa líka hvergi lagt það í vana að spyrja um leyfi áður en þeir spila rassinn úr buxunum. Grikkir fengu t.d. ekki "leyfi" hjá Evrópusambandinu til að falsa hjá sér ríkisbókhaldið, en það gerðu þeir samt sem áður.

Að halda því fram að allt svindl og svínarí mannlegs eðlis hverfi við það eitt að afsala sér mikilvægum efnahagslegum stjórntækjum, er ranghugmynd sem er beinlínis skaðleg. En hafið engar áhyggjur, það eru til stofnanir þar sem fólk getur leitað hjálpar vegna skaðlegra ranghugmynda.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2011 kl. 15:21

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Guðmundur Ásgeirsson takk fyrir þú orðar þetta vel með sterkum rökum !

En Njörður engu að síður bókstaflega tilbiður "Evrópska Sambandsríkið" sitt, í einfeldni sinni og að því er virðist sama hvað !

Eins og sést hér á þessari færslu hans og ekki síður á einfeldningslegu commenti hans hér fyrir ofan !

Gunnlaugur I., 26.9.2011 kl. 18:19

9 Smámynd: Njörður Helgason

Njörður Helgason, 26.9.2011 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 370375

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband