Hausthreyfingar og breytt veðurfar.

Hreyfingarnar sem eru undir Mýrdalsjökli eru mjög venjulegar á þessum árstíma. Eftir mitt sumar þegar jökullinn þynnist og ekki síður þegar hækkandi hitafar orsakar meiri bráðnun jöklanna orsakar það meiri virkni og hreyfingar í eldstöðvunum.

Þetta kemur vel fram í virkni eldstöðvanna sem eru undir jökli. Eyjafjallajökull, óvenju stórt gos í Grímsvötnum, skjálftar og hlaup frá Hamrinum í Vatnajökli og hlaup úr Mýrdalsjökli sem hreif með sér brúna yfir Múlakvísl er enn eitt dæmið um virknina í íslenskum jöklum.

Sumar og haustskjálftar í Kötluöskjunni hafa verið mjög algengir. Heldur hefur dregið úr þeim síðustu árin en um og uppúr 2000 var mikil virkni í Kötluöskjunni. Þar hafa verið sumar og haustskjálftar eins og ég man eftir mér. Þessa skjálfta hafa jarðfræðingar skýrt sem orsök þynningar jökulsins í sumarhitunum.

Hvort að Katla kemur á eftir að koma í ljós. Mörg Kötlugos hafa orðið að hausti eins og 1918. Þó að gosið hafi í Kötlu á öðrum árstímum hafa flest þeirra orðið að hausti.

Þetta sést vel á annálum Kötlugosa.


mbl.is Náið fylgst með Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessa skjálfta hafa jarðfræðingar skýrt sem orsök þynningar jökulsins í sumarhitunum.

Er það ekki einmitt öfugt? Að þynning jökulsins sé talin orsaka skjálftana?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2011 kl. 12:02

2 Smámynd: Njörður Helgason

Ég held að báðar ástæðurnar skýri þetta. Á svæðinu hafa oft verið sumar og haustskjálftar. Jafnvel þegar Mýrdalsjökull var þykkur og skriðjöklarnir úr honum stórir, voru síðsumars og haustskjálftar í jöklinum. En með þynnri jöklum kemur vissulega fram meiri eldvirkni.

Njörður Helgason, 21.7.2011 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband