Ferðaþjónustan er ekki að missa spón úr askinum.

Ég kaupi það ekki að ferðaþjónustan tapi stóru á þessum örfáu dögum sem engin brú er á Múlakvísl. Það hefur allt verið gert til að hjálpa fólki til að komast sína leið. Fjallabaksleið hefur verið bætt fyrir jeppa og jepplinga. Fólk hefur verið flutt yfir Múlakvísl, sem hefur gengið vel með einni undantekningu. Bílar fólks eru fluttir yfir jökulfljótið reglulega. Svo að allir hafa komist leiðar sinnar austur og vestur yfir Múlakvísl.

Tafir vegna þess að brúna tók af hafa verið hverfandi litlar. Eitt er það sem fólk kemur til Íslands er upplýst um. Á Íslandi verða náttúruhamfarir. Eldgos, jarðskálftar og jökulhlaup með reglulegu millibili. Ferðafólk veit af þessu og sumir ferðamenn koma gagngert til Íslands til að verða vitni af þessu.

Brúin yfir Múlakvísl flaut í burtu.


mbl.is Tap ferðaþjónustunnar verulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Njörður. Það hefur sem betur fer gengið vel að koma öllu í gang, og tapið, sem er í raun samfélagslegt/íslenskt, verður þar af leiðandi minna en leit út fyrir í byrjun.

Bráðabirgðabrú varð að byggja og því fyrr því minna tap fyrir allt samfélagið.

Það liggur ekki eins mikið á að koma upp raunverulegu brúnni. Þar hefur fólk tíma til að velta hlutum fyrir sér, einmitt vegna bráðabirgða-brúarinnar.

Fólk kemur einnig frekar til Íslands ef það sér að tekið er á vanda sem upp kemur hverju sinni, eins fljótt og auðið er.

Það er fleira en ferðaþjónustan, sem þarf á vegasambandi að halda og allt veltur á, frá degi til dags. Vöruflutningar og fleira spilar þar inn í.

Samfélags-hagsmunir allra íslendinga eru mikilvægastir, en ekki sérhagsmunir einhverra fárra einstaklinga og fyrirtækja, og þarna voru samfélagslegir hagsmunir í húfi. Þetta er mitt sjónarhorn á málunum. En það var brugðist rétt og vel við, og það ber að þakka fyrir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.7.2011 kl. 18:32

2 Smámynd: Njörður Helgason

Nýa brú verður ekki farið að byggja fyrr en að það verður búið að hanna hana. Bjóða hana út og semja við verktaka. Þá verður hægt að hefjast handa.

En sum voru að missa sig í því að allt væri að fara á versta veg út af hlaupinu.

Njörður Helgason, 14.7.2011 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband