Nötur og skjálftar.

Það er erfitt að sætta sig við það þegar jörðin nötrar. Ég er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum í næsta nágrenni við Kötlu. Þar fann ég ekki neina jarðskjálfta á þeim tíma sem ég átti heima þar. Samt sem áður var Suður-Foss bærinn sem ég ólst upp á einn fyrsti bærinn sem Einar Halldór Einarsson jarðskjálftaspekingur á Skammadalshól hringdi á þegar hann sá hreyfingar á Kötlusvæðinu.

Fyrstu skjálftarnir sem ég fann voru á Selfossi. Síðan voru 17. júní skjálftarnir tveir og sólstöðuskjálftinn, sem voru árið 2000 af fullri stærð.

Nú vaggar landið við Kleifarvatn okkur ansi snarpt.


mbl.is Annar stór skjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Endar með gosi á sprungunni sem liggur þvert á landið!

Sigurður Haraldsson, 27.2.2011 kl. 18:06

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sigurður: einkenni þessara skjálfta er spennulosun og höggun. Skjálftar sem tengjast eldgosi haga sér allt öðruvísi: þá er skjálftavirknin fremur væg en mjög stöðug. Þá eru gosefni á leið upp úr möttlinum og þrýsta sér leið upp á við.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2011 kl. 18:34

3 Smámynd: Njörður Helgason

Ég held að þessir skjálftar séu mun tengdari spennulosun en kviku umbrotum.

Njörður Helgason, 27.2.2011 kl. 18:42

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála síðsta ræðumanni. Spennulosun að ég held. En sagan sýnir að vísu að þarna hafa orðið töluvert öflugir skjálftar.

Marinó Már Marinósson, 27.2.2011 kl. 18:49

5 identicon

Land þarna hefur verið að rísa undanfarin ár, samkvæmt orðum jarðfræðings í fréttum stöðvar 2.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband