27.2.2011 | 17:54
Nötur og skjálftar.
Það er erfitt að sætta sig við það þegar jörðin nötrar. Ég er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum í næsta nágrenni við Kötlu. Þar fann ég ekki neina jarðskjálfta á þeim tíma sem ég átti heima þar. Samt sem áður var Suður-Foss bærinn sem ég ólst upp á einn fyrsti bærinn sem Einar Halldór Einarsson jarðskjálftaspekingur á Skammadalshól hringdi á þegar hann sá hreyfingar á Kötlusvæðinu.
Fyrstu skjálftarnir sem ég fann voru á Selfossi. Síðan voru 17. júní skjálftarnir tveir og sólstöðuskjálftinn, sem voru árið 2000 af fullri stærð.
Nú vaggar landið við Kleifarvatn okkur ansi snarpt.
Annar stór skjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Endar með gosi á sprungunni sem liggur þvert á landið!
Sigurður Haraldsson, 27.2.2011 kl. 18:06
Sigurður: einkenni þessara skjálfta er spennulosun og höggun. Skjálftar sem tengjast eldgosi haga sér allt öðruvísi: þá er skjálftavirknin fremur væg en mjög stöðug. Þá eru gosefni á leið upp úr möttlinum og þrýsta sér leið upp á við.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2011 kl. 18:34
Ég held að þessir skjálftar séu mun tengdari spennulosun en kviku umbrotum.
Njörður Helgason, 27.2.2011 kl. 18:42
Sammála síðsta ræðumanni. Spennulosun að ég held. En sagan sýnir að vísu að þarna hafa orðið töluvert öflugir skjálftar.
Marinó Már Marinósson, 27.2.2011 kl. 18:49
Land þarna hefur verið að rísa undanfarin ár, samkvæmt orðum jarðfræðings í fréttum stöðvar 2.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.