Árið og meira til.

Árið kvatt. Það var ágætt. Skólinn minn breyttist þó á síðustu önninni úr kvöldnámi í dreifnám. Maður varð þá að verða sinn eigin herra. En samvinna í stofuhornum hvers annars skilaði þó all nokkru.
Veturnir eru nú síðustu árin orðin sýnishorn að illviðrunum sem maður ólst upp við. Snjó kyngdi niður í Mýrdalnum. Svo mikill snjór var sum árin að flytja varð mjólkina á brúsum aftan í snjóbíl og vélsleðum í veg fyrir mjólkurbílinn. Mun sjaldnar fóru afurðirnar í MBF en venjan var. Kælingin var góð og mjólkin geymdist sem ný alllengi.
Skólahald féll niður í sveitaskólanum vegna þess að vegir voru ekki ruddir. Þeir voru á bóla kafi í snjó.
En það er árið. Já meistaraskólanum lauk nú fyrir jólin svo að hann er frá. Áfram er leitað að verki sem hentar mér svo að áframhaldandi skóli er ágætur.
En á árinu var veður almennt gott. Eitt eldgos kom okkur öllum að óvörum. Það var þá eitthvað til að fylgjast með á meðan.

Minnist þess nú 4. janúar að í dag er fæðingardagurinn hennar ömmu minnar Sigríðar Finnbogadóttur Hún var fædd 4. janúar 1918.


Hér eru myndir frá gosinu í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Og afleiðingum þess um Suðvesturland: http://www.flickr.com/photos/njordur/sets/72157623898290881/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 370422

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband